0ccaf441 099c 43b3 8d7d 3c94e7c016e4

samfleytt sjálf handan árinnar á Nýlistasafninu

(English below)

Nýlistasafnið býður ykkur velkomin á fyrstu sýningu haustsins – samfleytt sjálf handan árinnar, með nýjum verkum eftir myndlistarmanninn Pál Hauk Björnsson.

Sýningin opnar laugardaginn 27. ágúst kl. 16:00 í Nýlistasafninu, Völvufelli 13-21, 111 Reykjavík. Í tilefni sýningarinnar gefur Páll Haukur út samantekt á fyrri verkum undanfarin ár í bókinnni – knife, morrow, honeys, dig.

Páll Haukur Björnsson (f. 1981) býr og starfar í Kaliforníu, Bandaríkjunum. Hann stundaði nám við Listaháskólann, Háskóla Íslands og útskrifaðist með meistaragráðu frá California Institute of the Arts í Los Angeles árið 2013. Páll er einnig hluti af samstarfinu N-o-NS … e; NSI / c :::: a_L sem gefur út ársrit undir sama heiti í Kaliforníu og víðar.

Páll hefur áhuga á hvernig reynsluheimur manneskjunnar umbreytist og hverfist milli einnar merkingarfræðilegrar myndbirtingar til annarrar. Hann fjallar stundum um hvernig sá eiginleiki spilar saman með metafórísku táknmáli markaðshyggjunnar; merking sem tilhneiging innan heims ólíkinda.

Þetta verður fyrsta sýning Páls á Íslandi eftir að hafa útskrifast frá listaháskólanum í LA. Sýning Páls mun standa yfir til 9. október.


The Living Art Museum proudly presents ‘continuous self beyond the river’, a solo exhibition by artist Páll Haukur Björnsson. Preview Saturday 27th August at 4 pm in Völvufell 13 – 21, 111 Reykjavík.

The artist has produced a new publication (knife, morrow, honeys, dig) on the occasion of his exhibition in the museum.

Páll Haukur Björnsson (b. 1981) lives and works in Los Angeles. He has studied at the Iceland Academy of the Arts, The University of Iceland, and received an MFA from CalArts, Los Angeles in 2013.

Páll is interested in how experience translates and the differential implications of conjunction. In his work he prays towards the immediate, exploring difference & relations through the metaphors of capitalism, while trying to position his thinking beyond it´s representational modalities.

Páll is also a part of the California based and bacterial-like collective N-o-nS…e;nSI/c::::a_L responsible for the exhibition space Slimy Sandbox.

This will be Páll Haukur’s first solo exhibition in Iceland since graduating from CalArts, Los Angeles. The exhibition will run until 9th October 2016.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com