Sambandsráðsfundur SÍM þriðjudaginn 18. október 2011

Fundargerð

  1. Sambandsráðsfundur SÍM þriðjudaginn 18. október 2011 kl. 17:00
    haldinn í SÍM húsinu

Mættir eru: Hrafnhildur, Valgarður, Pétur, Dósla – Hjördís, Ásta, Ingibjörg, Ransu og Kristjana Rós.

Fundur settur.

  1. Listlausi dagurinn – Jón B.K. Ransu kemur á fundinn og skýrir frá undirbúningi og framkvæmd á listlausa deginum þann 1. nóvember n.k. Til kynningar.

Ransu segir frá listlausa deginum en BÍL er bakhjarl verkefnisins . Þetta er ekki ný hugmynd en nú er tími til að hrinda henni í framkvæmd. Það hafa verið samin 15 boðorð til leiðbeininga fyrir alla að fara eftir á þessum degi. Þetta verður kynnt í fjölmiðlum og plakötum dreift um borgina. Hafa samband við útvarp- og sjónvarpsstöðvar. Stefnt að því að hafa útför listarinnar í miðbæ Reykjavíkur og erfidrykkju í SÍM-húsinu. Pakka inn Vatnsberanum sem yrði táknrænn atburður í anda dagsins. Síðan yrði prossessía gegnum Austurstræti og inn í Hafnarstræti í SÍM- húsið í erfidrykkju. Spurning um að fá nemendur listaháskólans til að vera með innpökkunarperformansinn. Hvetja alla listamenn til að vera með og jafnvel að koma með alls konar hugmyndir til að undirstrika listleysi. Fá tímasetningu á jarðaförinni hjá Kolbrúnu í BÍL.

  1. Húsnæðismál – SÍM hefur verið sagt upp húsnæðinu í Hafnarstræti 16. Þrátt fyrir mótmæli aðalfundar SÍM og rökstuðning stjórnar í greinagerð og fundarhaldi virðist Reykjavíkurborg og Menningar- og ferðamálaráð ekki ætla að draga uppsögn sína tilbaka. Hér þarf nýjar aðgerðir. Til kynningar, umræðu og ákvörðunar.

Saga málsins rakin. Aðalfudur SÍM í maí 2011 sendir frá sér ályktun varðandi uppsögn á leigusamningi í Hafnarstræti ásamt greinargerð. Allir aðliar í borgarstjórn fengu sendan tölvupóst með alyktuninni. Málið tekið fyrir í júní. Engin niðurstaða fundað aftur í ágúst. SÍM fær upplýsingar um rammaáætlun Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að samtökin eru ekki á fjárlögum. SÍM kemur fram með tillögur til lausnar þ.a.m. að kaupa húsið á viðráðanlegu verði en án árangurs. Einnig er talinn fram styrkur sem Reykjavíkurborg telur sig vera að leggja í SÍM. Reykjavíkurborg vill selja hús SÍM í Hafnarstræti. Menningar-og ferðamálaráð er ekki samkvæmt sjálfu sér í þessu máli og sér ofsjónum yfir þeim peningum sem þeir setja í að styrkja SÍM um 6 ½ milljón á ári. Við getum fengið fasteignasala til að meta verðgildi hússins. Við höfum líka efni á að fá húsið gefins.

Formaður les upp ályktun og ber hana undir fundinn.

Niðurstaða: Hrafnhildur skrifi smá pistil um húsnæðismálin og sendi á formenn allra félagsdeilda sem senda þetta áfram til sinna manna á facebook og e-mail. Við erum tilbúin að fara í slaginn að láta bera okkur út úr húsinu.

  1. Dagur myndlistar. Kristjana Rós Gudjohnsen kemur á fundinn og kynnir undirbúning og framkvæmd dagsins þann 5. nóvember n.k. Til kynningar.

Kristjana talar um Dag myndlistar sem verður haldinn 5 dögum eftir listalausa daginn. Vantar fólk til að fara í skólana. Þeir fái 20 000 kr. fyrir fyrirlestur í tveimur skólum. Ætlar að fjölga myndböndum á síðunni okkar og fá viðtal við Ransu um listlausa daginn. Setja það líka inn á síðuna. Fá fjölmiðla til að fjalla um vinnustofuheimsóknirnar. Virkja listamenn til að fá vini og ættingja til að mæta á vinnustofuna sína. Formenn aðildarfélaga sendi póst á sitt fólk til að minna á daginn og hvetja það til að skrá sig hjá Kristjönu ef þeir ætla að hafa vinnustofur sínar opnar þennan dag.

4. Skattamál. Formaður kynninr þær aðgerðir sem eru í gangi til að leiðrétta viðmið á reiknuðu endurgjaldi og virðisaukaskatti. Til kynningar og umræðu

Skattamál: Fá uppgefnar skatttekjur myndlistamanna til að fá reiknaðar meðaltekjur svo hægt sé að vinna með þessar upplýsingar til hagsbóta fyrir listamenn.

Verið er að vinna í því að reyna að fá útvíkkað virðisaukaskattsákvæði í samvinnu við formann BÍL.

  1. Önnur mál.

Fundi slitið.

Dósla – Hjördís Bergsdóttir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com