Sambandsráðsfundur SÍM miðvikudaginn 9. janúar 2013

Fundargerð

Sambandsráðsfundur SÍM miðvikudaginn 9. janúar 2013 kl. 12:00
haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir voru úr stjórn: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ásmundur Ásmundsson varaformaður og Katrín Elvarsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Unnar Jónasson meðstjórnendur. Mættir voru úr sambandsráði: Hjördís Bergsdóttir – Dósla varafulltrúi stjórnar og fulltrúi einstaklingsaðildar og Unnur Gröndal fulltrúi Leirlistarfélag Íslands Hrafnhildur ritaði fundinn.

 

Fundur settur kl. 12:10

 1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar. Ekki bárust athugasemdir við fundargerðin og telst hún því samþykkt.
 2. Dagur myndlistar. Gunnhildur starfsmaður skrifstofu gefur skýrslu. Gunnhildur kynntu lokaskýrslu Dags Myndlistar, sem mun verða aðgengileg á heimasíðu Dags Myndlistar. Fram komu gagnlegar umræður um skýrsluna og framkvæmdina ásamt tillögum fyrir næsta dag myndlistar. Verða þær tillögur settar inn í viðhengi við skýrsluna.
 3. Starfsáætlun SÍM starfsárið 2012-2013. Rætt verður um stöðu mála. Rætt var um starfsáætlunina og þau verkefni sem eru efst á baugi. Formaður SÍM benti fulltrúum aðildarfélaganna á að þau gætu sent stjórn málefni sem þau vildu sjá að sett yrðu í næstu starfsáætlun. Einnig var rætt um að óska eftir uppástungum um málefni í könnuninni sem SÍM ætlar að fara af stað með á nýju ári.
 4. Málefni næstu félagsfunda. Rætt var um síðustu félagsfundi og hve fáir félagsmenn sýni áhuga á að mæta þrátt fyrir að óskað hafi verið eftir slíkum fundum m.a. á aðalfundi SÍM. Tilraun SÍM til að halda fundinn á öðrum tímum dags gaf ekki árangur. Ásmundur benti á að það væri ekki tímasetningin heldur málefnin sem dragi að á fundi og auðveldlega væri að snúa þessari þróun við. Stjórn SÍM mun taka þetta málefni upp á næsta fundi. Formaður sagði að þetta yrði eitt þeirra málefna sem sett yrði inn í könnun SÍM þ.e hvað félagmenn vildu að félagið tæki fyrir á félagsfundi.
 5. Aðalfundur. Aðalfundur SÍM verður haldinn þann 20. mars. Sambandsráði er bent á að ef aðildarfélögin ætli sér að koma með ályktun inn á aðalfund þá sé gott að fá slíkt a.m.k. rúmum mánuði fyrir aðalfund svo hægt sé að senda þær út með öðrum gögnum. Aðildarfélögum SÍM er þannig einnig bent á að tillögur að lagabreytingum verða að koma fyrir þann sama tíma.
 6. Önnur mál.
  Lögbundnir sambandsráðsfundir hjá SÍM.
  Rætt var um hvað fulltrúum aðildarfélaga SÍM þætti ef lögbundnum sambandsráðsfundum yrði fækkað úr fjórum í þrjá eða kannski tvo á ári. Þar sem einungis tveir fulltrúar voru á fundinum verður þetta borið undir öll aðildarfélögin. Jafnframt verður þetta rætt á næsta fundi stjórnar þar sem lagabreytingar verða jafnframt ákveðnar.
  b. Aðildarfélög SÍM.
  Út frá umræðu um fjölda sambandsráðsfunda spunnust umræður um að mörgum aðildarfélögum er að blæða út þar sem nýliðun er engin. Nokkrar ástæður geta legið þarna að baki, en ein þeirra er án efa að þegar Listaháskóli Íslands var stofnaður og Myndlista- og handíðaskóli Íslands voru textil-, grafík- og leirlistardeildir skólans jafnframt lagðar niður og aðrar deildir sameinaðar í eina Myndlistardeild. Nýliðun í þessum greinum gæti komið inn í aðildarfélög SÍM ef inntökuskilyrðum yrði breitt og diplómanám(2 ár) yrði gert að skilyrði í stað BA náms (3 ár). Stjórn SÍM ákvað að ræða um þetta málefni á næstkomandi fundum. Slíkar breytingar krefjast undirbúnings og vinnu og kæmu ekki til framkvæmdar nema með lagabreytingu og þá á aðalfundi árið 2014.

Fundi slitið kl. 13:20.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com