Sambandsráðsfundur SÍM miðvikudaginn 27. júní 2012

 

Fundarboð

  1. Sambandsráðsfundur SÍM miðvikudaginn 27. júní 2012 kl. 15:00
    haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir voru: Hrafnhildur Sigurðardóttir formaður, Ásmundur Ásmundsson varaformaður, Kristín Gunnlaugsdóttir, Katrín Elvarsdóttir meðstjórnendur og Hjördís Bergsdóttir – Dósla meðstjórnandi og fulltrúi einstaklingsaðildar. Unnar Örn Jónasson boðað forföll. Frá aðildarfélögum: Unnur Gröndal Leirlistarfélag Íslands, Jóna Hlíf Myndhöggvarafélagið í Reykjavík, Soffía Sæmundsdóttir Íslensk Grafík, Pétur Thomsen Félag íslenskra samtímaljósmyndara og Anna Guðmundsdóttir Textílfélagið. Ingiríður Óðindsdóttir Textílfélaginu og Helgi Vilberg Myndlistarfélaginu boðuðu forföll.

Fundur settur kl. 13.05.

  1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar. Fundargerðin var samþykkt með einni breytingu.
  2. Starfsáætlun SÍM starfsárið 2012-2013. Farið var yfir starfsáætlun SÍM og rætt um þau málefni sem SÍM ætla að vinna að á árinu. Almenn ánægja var með starfsáætlunina og þau málefni sem þar eru efst á baugi þ.e. að starfsumvherfi myndlistarmanna og hvernig auka megi almennar tekjur innan greinarinnar. Aðildarfélögin komu með ýmsar þarflegar tillögur vegna málefna á starfáætluninni. Rætt var um að á síðasta sambandsráðsfundi starfsársins væri gott að aðildarfélögin kæmu með uppástungur að þeim málefnum sem þeim finnst brýnust sem innlegg í starfsáætlun næsta árs. Þannig væri hægt að virkja betur þann mannauð og þær hugmyndir sem er að finna hjá aðildarfélögunum. Tillaga sem kom fram um breytingu var m.a. að hækka þurfi vikustyrki í Muggi úr kr. 30.000 í a.m.k. 50.000 svo að það dekki farseðil fram og tilbaka en ekki einungis aðra leið, líkt og nú er.
  3. Launa- og skoðanakönnun SÍM. Rætt var um launa og skoðanakönnun sem SÍM ætlar að standa fyrir á haustdögum. Farið var lauslega í gegnum könnunina frá 1995. Kom fram að fróðlegt væri að vita hver niðurstaða næstu könnunar verður. Töldu fundarmenn að ástandið væri síst skárra nú en þá. Bendir formaður SÍM aðildarfélögum og öllum félagsmönnum í því sambandi á að kynna sér skýrsluna frá 1995, sem verður brátt aðgengileg á netinu, og koma með tillögur að spurningum fyrir könnunina í haust.
  4. Dagur myndlistar 3. nóvember. Rætt var um dag myndlistar og hvernig mætti gera hann betri. Ánægja var með myndböndin sem gerð voru 2010 og uppástunga um að gerð yrðu fleiri slík. Einnig voru fundarmenn ánægðir með kynningu listamanna í skólum. Rætt var um markmið, sýnileika og upplýsingagjöf á deginum og þá staðreynd að það þurfi að skilgreina betur hvaða hlutverki Dagur myndlistar, Listlausi dagurinn og alheimsdagur myndlistar(15. apríl) eigi að gegna hvor fyrir sig og hvaða málefni eigi að vera efst á baugi á þessum þremur dögum. Hér þyrfti að halda félagsfund um málefnið. Rætt var um að til þess að gera Dag myndlistar að betri baráttudegi fyrir myndlistarmenn þá væri mjög gott ef stjórnir allra aðildarfélaganna ásamt SÍM myndu senda frá sér eina grein til fjölmiðla þann dag, sem fjallaði um málefni myndlistarmanna. Hvetur stjórn SÍM til þess að fulltrúar aðildarfélaganna í sambandsráði taki það mál upp hjá sínu aðildarfélagi.
  5. Listlausi dagurinn. Hugmynd að listlausa deginum varð til hjá BÍL á síðasta ári og var hann framkvæmdur í byrjun nóvember s.l. Fulltrúi myndlistarmanna í nefndinni var Ransú. Þar sem hann gefur ekki kosta á sér á þessu ári auglýsir BÍL nú eftir áhugasömum myndlistarmönnum til að taka þátt í undirbúningi dagsins. Stjórn SÍM hvetur aðildarfélögin til að kynna málefnið meðal sinna félagsmanna. Áhugasamir hafi samband við bil@bil.is.
  6. Önnur mál. Engin önnur mál voru til umfjöllunar á fundinum.

Fundi slitið kl. 15.00.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com