Sambandsráðsfundur SÍM miðvikudaginn 22. Janúar 2014

Fundarboð

 1. Sambandsráðsfundur SÍM miðvikudaginn 22. Janúar 2014 kl. 12:00-13:00
  haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

Mættir eru: Soffía Sæmundsdóttir, Kristín Gunnlaugsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Rósa Sigrún, Erla Þórarinsdóttir, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir, Bjargey Ólafsdóttir og Kristjana Rós Guðjohnsen sem ritaði fundinn.

Textílfélagið og Helgi Vilberg hjá myndlistarfélaginu afboðuðu komu sína.

Fundur settur.

 1. Síðasta fundargerð sambandsráðsfundar samþykkt.
 2. Starfsáætlun SÍM árið 2014. Hvaða málefni vilja sambandsmeðlimir SÍM setja á stefnuskrá SÍM stjórnarárið 2014? Sambandsráð má gjarnan koma með tillögur inn á starfsáætlun á næsta sambandsráðsfund sem haldin verður 30. apríl.
 3. Aðalfundur SÍM 3. Apríl. Hugsanlegar tillögur sambandsráðs að lagabreytingum eða ályktunum til aðalfundar. Sambandsráð má gjarnan koma með tillögur í tölvupósti á formann SÍM.
 4. Könnun SÍM á hag listamanna og samningar við opinbera sýningarstaði um laun til listamanna fyrir sýningarhald og unnin störf. Formaður SÍM fer yfir þá vinnu stjórnar, gerð verður launakönnun. SÍM hefur komið upp gjaldskrá fyrir söfn og sýningarrými í opinberum rekstri. Tillaga kom frá fulltrúa FÍSL að miðla til almennings hagrænum áhrifum myndlistarmanna.
 5. Félagsfundur SÍM 27. febrúar. Breyting á tíma, fundurinn verður 20. febrúar.
 6. Fundir: Formaður gerir grein fyrir fundum
  – NKF fundur helgina 20.-22. September í Reykjavík.

– IAA fundur í Osló 3.-5. október.
– Visual Artists í Stokkhólmi 25.-27. október

Formaður sagði frá fundunum og því starfi sem fór þar fram. Næsti NKF fundur verður haldinn í Finnlandi 2015. Næsti IAA fundur verður haldinn í október á þessu ári, en ekki hefur verið ákveðið hvar hann verður haldinn. Næsti fundur Visual Artist hópsins verður haldinn í Stokkhólmi í mars, en sá hópur sem skipaður er af European Counsil of Artists vinnur að innleiðingu gjaldskrár um sýningarhald myndlistarmanna í löndum Evrópu, en í honum sitja fulltrúar frá Noregi, Svíþjóð, Finnlandi, Lettlandi og Skotlandi auk formanns SÍM sem skipaður er af BÍL.

 1. Önnur mál

Hugmyndir um varasjóð myndlistarmanna: Fundurinn sammála um að skoða varasjóð myndlistarmanna.

Fundi slitið kl 13:30

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com