Sambandsráðsfundur SÍM föstudaginn 15. maí 2015

Sambandsráðsfundur SÍM föstudaginn 15. maí 2015 kl. 12:00
haldinn í SÍM húsinu Hafnarstræti 16.

 

Mættir voru: Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri, Gunnhildur Þórðardóttir fyrir Íslensk grafík, Eygló Benediktsdóttir formaður Leirlistafélag Íslands, Klængur Gunnarsson fyrir hönd Myndlistarfélagsins á Akureyri og Logi Bjarnason fyrir Myndhöggvarafélagið. Gunnhildur Þórðardóttir ritaði fundinn. Ekki komu fulltrúar frá FÍSL, einstaklingsaðild né Textílfélaginu.

 

Fundur settur kl. 12.19.

  1. Fundargerð síðasta fundar borin upp til samþykktar. Fundargerðin telst samþykkt þar sem ekki bárust neinar athugasemdir.
  2. Starfsáætlun borin upp til umræðu. Formaður fór yfir starfsáætlun nýrrar stjórnar. Formaður gerði grein fyrir herferðinni Borgum myndlistarmönnum og einnig frá heimasíðunni. Formaður bað um tillögur að manneskju sem gæti lesið í gegnum könnunina sem SÍM stóð að. Formaður sagði frá STARA og ritnefnd þess sem eru Margrét Jónsdóttir sem listfræðingafélagið tilnefndi, Jón B.K. Ransu, Elísabet Brynhildardóttir sem setur upp blaðið auk formanns SÍM. Rætt var um Dag myndlistar og um UMM síðuna og að styrkur hafi fengist fyrir bæði verkefnin hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Rætt var um mögulega styrki fyrir UMM verkefninu og mikilvægi UMM vefsins sem gagnagrunn. Formaður ræddi KK Nord styrkinn og mun SÍM bjóða tveimur ungum sýningarstjórum sem fá einn mánuð hvor. Formaður sagði frá fyrirhuguðum fundi fólksins sem haldin verður í Norræna húsinu 11. júní nk. til að undirbúa Borgum myndlistamönnum. Rætt var um BHM og mikilvægi þess fyrir SÍM. Leiðbeinandi launataxti SÍM var kynntur.
  3. Önnur mál. Klængur sagði stuttlega frá vinnu Myndlistarfélagsins á Akureyri. Formaður minnti aðildafélögin á að senda myndir og texta á Elísabetu Brynhildardóttur sem er að uppfæra vefsíður fyrir SÍM.

Fundi slitið kl. 13.00

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com