Sambandsráðsfundur föstudaginn 29. janúar 2016

Sambandsráðsfundur

Mættir eru Jóna Hlíf Halldórsdóttir formaður, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir framkvæmdastjóri, Inga Sólveig Friðjónsdóttir fyrir FÍSL, Ásta Guðmundsdóttir fyrir hönd Textílfélagsins, Elísabet Stefánsdóttir fyrir Islensk grafík og Gunnhildur Þórðardóttir sem ritar fundinn.

 

Fundur settur kl. 12.15

  1. Fundargerð seinasta fundar til samþykktar. Fundargerð síðasta fundar samþykkt.
  2. Herferðin VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM. Formaður sagði frá herferðinni, aðdraganda hennar, samstarfi við safnstjórana og hvernig samningurinn var unnin. Formaður sýndi vefsíðuna og sagði frá kynningum sem verður farið í í kjölfar herferðarinnar. Rætt var um halda umræðunni gangandi og kynna þetta fyrir félagsmönnum aðildafélaganna.
  3. STARA. Formaður sagði frá STARA og hvernig það hefur dafnað og hvernig því verður hagað í ár að gefa það út tvisvar sinnum. Mikilvægt að skapa faglegan umræðuvettvang.
  4. Vinnustofur. Rætt var um tilraunaverkefni stjórnar SÍM um að bjóða tveimur ungum félagsmönnum að gista í vinnustofum SÍM í Berlín bæði til að fá fleira ungt fólk í félagið og einnig til að auglýsa vinnustofuna betur. Viðtal við listamenninga í STARA. Einnig var rætt um núverandi vinnustofur SÍM og nýjar vinnustofur í Auðbrekku í Kópavogi auk þess að stækka vinnustofuhúsnæðið í Lyngási. SÍM missti vinnustofuhúsnæðið í Súðavogi og mun missa Nýlendugötu á næsta ári.
  5. BHM. Rætt var um aðild SÍM að BHM. Formaður býður aðildafélögum að koma með kynningu á aðildinni á aðalfundum aðildafélaganna. Framkvæmdastjóri sýndi vefsíðu BHM.
  6. Önnur mál. Beta Gagga sagði frá sýningu Íslensk grafík á Listasafninu á Akureyri þar sem norðurlöndin voru sameinuð í sýningu og að Grafiska Selskab í Svíþjóð hafi auðveldan aðgang að styrkjum. Formaður sagði frá fundum sem BÍL hefur haft með Magnúsi Geirssyni hjá RÚV. Inga ræddi um vöntun á sameiginlegu hússnæði fyrir FÍSL bæði til að halda sýningar og fundi.

 

 

Fundi slitið kl. 13.15

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com