Sambandsráðsfundur aðildarfélaga SÍM 11. febrúar 2015.

Sambandsráðsfundur  aðildarfélaga SÍM 11. febr. 2015.

 

Mættir:  Jóna Hlíf, formaður SIM, Ingiríður Óðinsdóttir, Textilfélagið, Sigrún Ögmundsdóttir, Grafíkfélagið, Bjargey Ólafsdóttir, FISL, Ólöf Björg, einstaklingsaðild.

 

 

  1. Formaður segir frá aðalfund SÍM 2015, en hann verður haldinn í SÍM – húsinu 16. april n.k. Formaður hvetur aðildarfélögin til að fjölmenna á fundinn.

 

  1. Formaður kynnir Hugarkort SÍM, sem verið er að vinna að. Á aðalfundi SÍM í apríl verður lögð áhersla á að kynna kortið vel og síðan verður fundarmönnum skipað í starfshópa til að vinn áfram með kortið.

 

  1. Formaður segir frá herferðinni “Borgum myndlistarmönnm” sem fer af stað í haust á vegum SÍM. Búið verður til sérstakt logo fyrir herferðina ásamt sérstakri heimasíu fyrir verkefnið. Stefnt er að mikilli fjölmiðlaherferð til kynningar á verkefninu. Gert er ráð fyrir að kynna niðurstöðu samninga sem starfshópur á vegum SÍM og listasafnana er að vinna að undir verkstjórn Ásdísar Spanó.  Einnig verður kynning á niðurstöðu kjarakönnunar SÍM sem verið hefur í gangi undanfarna mánuði.  Formaður gerir ráð fyrir að stefnt verði að stórum samstöðufundi í Iðnó í haust þar sem þessi málefni verða kynnt.

Fundarmenn eru sammála um að hugafarsbreyting verður að eiga sér stað til að unnt verði að borga myndlistarmönnum fyrir vinnu sína í söfnum landsins.  Menn eru samt farnir að átta sig á því að þetta ferli sem farið er af stað verður ekki stoppað svo auðveldlega og að komið sé að því að borga listamönnum.

 

  1. Formaður segir frá síðasta Degi myndlistar sem fram fór síðasta haust. Opnar vinnustofur eru ekki að skila tilætluðum árangri og leggur formaður til að starfsmannafélögum á stórum vinnustöðum séu boðið að heimsækja vinnustofur listamanna gegna ákveðinni þóknun. Einnig geta listamenn komið á vinnustaði með kynningar á sinni list.  Einnig eru uppi hugmyndir um að einblína á eitt vinnustofuhús SÍM í einu á Degi myndlistar og beina orkunni á einn stað í einu.

Fyrir Dag myndlistar voru búin til 5 ný myndbönd sem eru aðgengileg á heimasíðu Dags myndlistar allt árið. Einnig stóð SÍM fyrir að skrifaðar voru 5 nýjar greinar í tilefni Dagsins og skiluðu þær miklum árangri.  SÍM borgar fyrir pantaðar greinar, einnig mun SÍM greiða listamönnum fyrir að taka þátt í nýjum myndböndum fyrir Dag myndlistar.

 

  1. Verið er að vinna að nýrri heimasíðu fyrir SÍM. Nýja heimasíðan mun verða miklu aðgengilegri og notendavænni. Aðildarfélögin eru beðin um að senda inn nýtt efni bæði á íslensku og ensku, auk fjölda nýrra ljósmynda er sýni starfsemi félagsins.

 

  1. Formaður kynnir málefni Myndlistarsjóðs, en SÍM vann stíft að því að framlag ríkisins í sjóðinn yrði hækkað úr 15 milljónum eins og gert var ráð fyrir í fjárlögum ársins 2015, en ekki náðist að hækka sjóðinn í meira en 25 milljónir. Barátta SÍM og félagsmanna SÍM fékk mikinn stuðning. Bæði stóð SÍM fyrir undirskriftarsöfnun þar sem söfnuðust þúsund undirskriftir til stuðnings hækkuðu framlagi í Myndlistarsjóð, heldur stóð SÍM fyrir fjölmennum fundi í Iðnó sem vakti mikla athygli og var mjög vel heppnaður.

Einnig skrifuðu stór nöfn í myndlistargeiranum undir  yfirlýsingu þar sem farið var fram á að framlag ríkisins í Myndlistarsjóð yrði hækkað.

 

  1. Formaður segir frá umsókn SÍM í BHM.  Ekkert á að vera því til fyrirstöðu að aðalfundur BHM samþykki aðild SÍM að bandalaginu. Það getur þó reynst nauðsynlegt að hækka félagsgjaldið í SÍM til að mæta þeim aukna kostnaði sem fylgir því að vera aðili að BHM. Fundarmenn eru sammála um það að mjög mikilvægt sé að félagsmenn hafi aðgang að BHM.

Rætt var um endurmenntun myndlistarmanna og möguleika á að fá Listaháskólann til að snýða námskeið að óskum SÍM og fá til þess styrk frá RANNÍS.

 

  1. SÍM er með mörg járn í eldinum á þessu ári og má þar helst nefna STARA, nýtt vefrit SÍM og herferðina „ Borgum listamönnum“.

Formaður er með margar hugmyndir um hvernig hægt er að styrkja fjárhagslegan grundvöll STARA og mun formaður fara í þá vinnu fljótlega. Reynt verður að fá fjársterk fyrirtæki til að auglýsa í vefritinu, en SIM er með stórt tengslanet út um allan heim sem vert er að nýta.

 

 

Fundi slitið.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com