Sambandsráðsfundur 2. október 2015

Sambandsráðsfundur settur kl. 12.15

 

Mættir eru formaður, framkvæmdastjóri, Sindri Leifsson, Eygló Benediktsdóttir formaður Leirlistafélagsins og  Gunnhildur Þórðardóttir ritar fundinn. Formenn MHR, ÍG og Textílfélagsins mættu ekki.

Dagskrá fundar

  1. Ný heimasíða. Formaður sagði frá að SÍM væri komin með nýja heimasíðu.
  2. STARA 5- Íslensk grafík með í næsta STARA. STARA kemur út fyrir næsta félagsfund í nóvember, stútfullt af greinum, vinnustofuheimsóknum og innlit hjá aðildafélagi SÍM nú grafíkfélaginu.
  3. Nóvember –við borgum myndlistarmönnum til umræðu. Rætt var um herferðina borgum myndlistarmönnum.
  4. Vinnustofur – nýtt vinnustofuhúsnæði til umræðu. Framkvæmdastjóri sagði frá nýju húsnæði sem mögulegt vinnustofuhúsnæði SÍM í Kópavogi um 500 fm2 að stærð.
  5. VSK vegna sölu á leirlistaverkum til umræðu. Rætt var um mál Bjarna og hver væru næstu skref en SÍM mun leggja fram tillögu að nýrri reglugerð 97. Eygló þarf að ræða þetta á stjórnarfundi hjá Leirlistafélaginu og það gæti þá fengið einhvers konar gæðastimpil sem félagsmenn Leirlistafélagsins eiga þá aðgang að til að stimpla vörur sínar.
  6. UMM til umræðu. Umsögn Myndlistarráðs var rædd og ákveðið var að mótmæla umsögninni. Í kjölfarið af því að bjóða Jóni Proppé, Katrínu Guðmundsdóttur sem gerði umm vefinn á sínum tíma og Áslaugu Thorlacius fyrrverandi formanni SÍM til samtals um framtíð UMM. Auk þess verður Ósk Vilhjálmsdóttir boðuð á fund stjórnar SÍM. Fomaður lagði til að fá einhverja tvo fagmenn til að gera umsögn um umm vefinn. Formaður svarar bréfinu og sendir á okkur stjórnarmeðlimi til yfirlestrar.
  7. Önnur mál.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com