Samastadur

Samastaður – SÍM salurinn, 11- 24. september.

Verið hjartanlega velkomin á opnun sýningarinnar Steinunnar Önnudóttur, Samastaður, sem opnar í SÍM salnum föstudaginn 11.september kl.17-19. 
Steinunn Önnudóttir úrskrifaðist með BA í myndlist (Audiovisual) frá Gerrit Rietveld Academie í Amsterdam, árið 2011. Hún lauk einnig BA í grafískri hönnun frá sama skóla árið 2009.
Steinunn býr og starfar í Reykjavík þar sem hún rekur sýningarýmið Harbinger.
Samastaður er hennar fyrsta einkasýning.
Um sýninguna:
Allir þurfa samastað, samsettan af hlutum úr ýmsum áttum, haganlega komið fyrir í kassa, litlum eða stórum, niðurhólfuðum eða holum.
Hvaðan koma þessir hlutir. Sumir voru vandlega valdir, suma hlotnaðist, aðra áskotnaðist, og enn aðra sat, ábúandinn, uppi með. Það er líka val að geyma.
Sumir segja sögu, standa sem heimild um liðna tíð, stakan atburð eða tímabil. En hinir tjá eitthvað annað. Einhverja hugmynd um annan tíma eða veruleika. Annað sjálf, aðra sögu. Þeir eru ítarlegri skilgreining í íbúanum. Stiklur sem skírskota út fyrir kassann. Þannig á íbúinn sér heim sem takmarkast ekki við endimörk kassans.
Hvað ræður því hverjir og hvernig þessir hlutir eru.
Tíðarandinn hefur sitt að segja, en hann er ekki einráður. Æskuheimili og fyrri íverustaðir. Ferðalög og framandi menningarheimar. Ævintýraheimar, kvikmyndaheimar. Afmörkuð tímabil í sögunni. Öll reynsla leggur sitt af mörkum til að móta efnisheima einstaklingsins.
En er hægt að yfirgefa sinn efnisheim. Má heimsækja efnisheim annarra. Ef svo, hvaða hlut kæmirðu með tilbaka?
———-
Everyone needs a place of their own, a safe place to call home. Composed of a medley of objects, purposely placed in a box, small or big, compartmented or concave.
Where do the objects come from.
Some were chosen, others acquired and yet others passed onto the homemaker.
To keep is also a choice.
Some tell a story, account for the past, single events or a period.
But the others express something else. An idea of another time or reality. Another self, another story. They are an explicit definition of the homemaker, singles that signify out of the box. This way the homemaker’s world is not limited by the boundaries of the box.
What determines which these objects are?
The zeitgeist has his say, but hes not an autocrat. Childhood home and past lodgings. Travels and foreign cultures. Fairytale worlds, movie worlds. Historical epochs. All ecperiences contribute to the formatting of the individual’s material world.
But can one leave his material world and visit another? What would you bring back?
 Steinunn Önnudóttir graduated with a BA in Audiovisual Arts at the Gerrit Rietveld Academie in Amsterdam, in 2011. She also completed her BA in graphic design at the same academy in 2009.
Steinunn lives and works in Reykjavík, where she also runs the Harbinger Project Space. Safe Place is her first solo show.
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com