Nordichouse 2020

SALUR ÍSLENSKRAR GRAFÍKUR: SÍBREYTILEIKI / EMBRACING CHANGE – VALGERÐUR HAUKSDÓTTIR

Valgerður Hauksdóttir opnar sýninguna Síbreytileiki / Embracing Change í Sal Íslenskrar grafíkur,
Hafnarhúsi (gengið inn hafnarmegin), Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík.
Sýningin stendur 20.5 – 6.6. 2021 og er opin 14:00 – 17:00.
Vegna Covid-19 mun formleg opnun standa yfir alla hvítasunnuhelgina 22.5 – 24.5. kl. 14:00 – 17:00.

Valgerður sýnir grafíkverk unnin á árunum 2012 – 2021, en flest þessara verka hafa ekki verið sýnd á Íslandi áður.
Valgerður Hauksdóttir hefur verið virk á sviði myndlistar til fjölda ára. Starfsvettvangur hennar hefur verið á sviði grafíklistar, í sýningarhaldi, kennslu og stjórnunar menntastofnana bæði á Íslandi og erlendis. Valgerður hefur sýnt verk sín á Íslandi og erlendis og öll helstu listasöfn landsins eiga verk eftir hana auk safna erlendis. Valgerður hefur hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir myndlistarverk og rannsóknir á sviði grafíklistar, m.a.
sem Fulbright Visiting Scholar og sem styrkþegi 18 mánaða starfslauna 2016 – 2017 til rannsókna á umhverfisvænum aðferðum í listgrafík. Valgerður var tilnefnd ein af tíu grafíklistamönnum Norðurlanda til hinna virtu grafíklistaverðlauna Sonju Noregsdrottningar 2014 (The Queen Sonja Nordic Art Award 2014). Í framhaldi pantaði Queen Sonja Print Award fjölda grafíkverka fyrir nýtt skip Norðmanna, Fridtjof Nansen, 2020.
Á undanförnum árum hefur Valgerður þróað eigin tækni þar sem unnið er með sambland steinþrykks, ætingar og málunar á handgerðan þunnan pappír, ásamt tilraunum með heilsu- og umhverfisvænar þrykkaðferðir í ætingu. Viðfangsefni verka Valgerðar eru sótt í ólík áhugasvið sem þó tengjast; náttúruvísindi, tónlist, tímann og tilveruna. Allar nánari upplýsingar sjá http://www.hauksdottir.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com