Hvit Tilkynning

Sálir í sveitinni: Úlfar Örn opnar málverkasýningu á Stracta Hóteli, Hellu laugardaginn 10. júní

Úlfar Örn opnar málverkasýningu á Stracta Hóteli, Hellu laugardaginn 10. júní kl.15-17

Úlfar Örn hélt málverkasýningu á Sumarliðabæ sumarið 2008 og sýndi þar á þriðja tug stórra mynda af íslenskum dýrum. Flestar voru þó af íslenska hestinum. Síðan hefur hann málað hestinn frá mismunandi sjónarhornum og fært sig nær og nær auganu. – Ég hef lengi stúderað anatómíu en áhugi minn minn beinist líka að sálinni og því sem býr innra með hestinum. Þetta eru stúdíur mínar á huga og sál íslenska hestsins. Hvað eru þeir að hugsa, búandi í þessu harðbýla landi með okkur mönnunum. Segir augað þér eitthvað um það?

Úlfar lærði grafíska hönnun í Myndlista- og handíðaskóla Íslands og myndskreytingar við Konstfack listaháskólann í Stokkhólmi. Hann hefur unnið við hönnun og myndskreytingar um árabil ásamt því að vinna að list sinni. Hann hefur sérstaklega þjálfað teiknikunnáttu sína í gegnum árin og telur hana grunn að allri sinni vinnu. Myndirnar eru unnar með olíu á striga á árunum 2016 og 2017.

www.ulfarorn.com

https://www.facebook.com/events/439164469774851/

 _________________________________________________________________________

Surrounded by souls

Úlfar Örn opens an exhibition of oil paintings at Stracta Hotels, Hellu.

Opening June 10th 2017 at 15h00.

Úlfar Örn is a renowned Icelandic artist, known for his paintings of the Icelandic horse. He has held numerous exhibitions both in Iceland and abroad. His paintings adorn walls around the world and are considered to have a quiet and comfortable presence. “The eyes are the window of the soul and I have a need to interpret the feelings of horses through their expressive eyes.”

Úlfar Örn studied graphic design and illustration both in Reykjavík and Stockholm and has worked in advertising and as an illustrator for many years. He has simultaneously been working on his art, drawings and paintings. Over the years he has practiced his drawing skills vigorously since he believes that drawing is the base of all his work. The paintings on this exhibition are made with oil on canvas in 2016 and 2017.

ÚLFAR ÖRN vinnustofa / atelier

Vesturgötu 53

101 Reykjavík

sími 693 3603 / 6933699
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com