Blue Music 2005

„SAGA – Þegar myndir tala“ opnar í KUMU

Sýningin „SAGA –Þegar myndir tala“ opnar í dag í KUMU; Samtímalistasafninu í Tallinn, Eistlandi. 

Verkin á sýningunni eru valin af safnstjóra Listasafns Íslands, Halldóri Birni Runólfssyni og þýskum sýningarstjóra, Norbert Weber, og endurspeglar valið þá sýn á íslenska menningu sem hið glögga gestsauga getur veitt. Sýningin varpar ljósi á menningu þjóðar, frá innstu hugarfylgsnum til pólitískra átaka. 
Áður var hún til sýnis í Recklinghausen 2014 og Listasafni Íslands 2015.

Verk á sýningunni eiga: Björk, Dieter Roth, Erró, Gabríela Friðriksdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hrafnkell Sigurðsson, Hulda Hákon, Jóhannes S. Kjarval, Kristleifur Björnsson, Ólafur Elíasson,Ólöf Nordal, Ósk Vilhjálmsdóttir & Anna Hallin, Ragnar Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, Steingrímur Eyfjörð og Þórður Ben Sveinsson.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com