Safnasafnid IMG 0657 Copy

SAFNASAFNIÐ 25 ára

Minnum á að Sumarsýningum Safnasafnsins 2020, sem eru tólf talsins lýkur sunnudaginn 13. september.

Safnið er opið frá kl. 10:00 til 17.00 alla daga

Aðgangseyrir 1.300 kr. fyrir félagsmenn SÍM eins og aðra listunnendur

Safnasafnið var stofnað árið 1995 af þeim Níelsi Hafstein og Magnhildi Sigurðardóttur og fagnar því 25 ára afmæli á þessu ári.

Af því tilefni er nú sýnt fjölbreytt úrval úr safneigninni og skapað létt og leikandi flæði milli sala og hæða. Gróður leikur stórt hlutverk í sýning- unum en einnig letur, umhverfismál, huldufólk, barnslegt hugarfar, kjarnar, innsæi og fagurfræði. Kynnt eru verk eftir um 150 þekkta sem óþekkta höfunda til að flagga fjölbreytileika safneignarinnar.

Sýningar

Blómstur – Sölvi Helgason í 200 ár

Sólheimar 90 ára

Verslunin, Kyrtill, Ilmvötn

Í mannsmynd

Gróður jarðar og hugarflugs

Hreinn Friðfinnsson

Magnús Logi Kristinsson

Gunnhildur Hauksdóttir og Jóhanna Jóhannsdóttir

Helena Ósk Jónsdóttir

Guðrún Bergsdóttir

Níels Hafstein

Leikskólinn Álfaborg

Brúðusafn

Bókastofa, skrift- og leturdæmi úr handritum

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com