Safnanótt í Listasafni ASÍ 6. febrúar 2015

logo

 

 

Safnanótt í Listasafni ASÍ föstudaginn 6. febrúar 2015

 

kl.19:00 – 19:45

VERÐLAUNAAFHENDING #KOMASVO LJÓSMYNDA KEPPNINNAR

-Afhend verða verðlaun fyrir sigurvegara #KOMASVO ljósmynda keppninnar við formlega athöfn á listasafni ASÍ.

kl 20:00 – 20: 45

UMRÆÐUR UM #KOMASVO KEPPNINA

-#KOMASVO hópurinn leiðir umræður og svarar spurningum um hugmyndafræði #KOMASVO like-keppninar. Hvernig fær maður sem flest like? Er hægt að kaupa like og frá hverjum?

kl 21:00 – 23:45

#KOMASVO HÓPURINN LEIÐIR ÓKEYPIS VANDAÐA MARAÞON VINNSLU MEÐ NOKKRUM LEYNI LEIÐURUM

-Teiknimaraþon, leiðsagnarmaraþon, videomaraþon, gjörningamaraþon og leikurinn í beinni! Pylsur, hamborgarar, nammi og gos! Allir velkomnir hvenær sem er. Leikurinn í beinni! Leynigestir, óvissuferð og margt margt fleira. Leikurinn í beinni! Vinnsla sem fáir mega missa af!

 

Undirbúningur sýningarinnar kemur víða við og er skilyrtur af mörgum þáttum á borð við dómnefndir, framkvæmdastjóra, markaðsfræðing, listamenn, grafískan hönnuð, listfræðing, styrktaraðila, vörumerki, fyrirtæki og fleira. Farnar verða ótroðnar slóðir til að skoða samband myndlistar, markaðs og íþrótta. Markaðurinn verður skoðaður sem óhjákvæmilegur hluti af listsköpun hins nútíma myndlistamanns en íþróttir og þeirra eðli virka á sýninguna sem hvati fyrir listamenn til að tileinka sér vinnuaðferðir íþróttamanna þar sem liðsheild skiptir höfuðmáli. Einnig verður unnið með samanburð á listum og íþróttum í okkar samfélagi í vinnuferlinu sem smitar í sýninguna. Verkum verður skipt út og ef einhver fá ekki góða umfjöllun fá þau rauða spjaldið og jafnvel vísað úr leik.

 

Nánari upplýsingar: Sigurður Atli s. 788 0575 og Sindri Leifsson s. 865 2904

www.listasafnasi.is, asiinfo@centrum.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com