Safnanótt – Grafíksafn Íslands

islenskgrafik

 

Safnanótt

Grafíksafn Íslands

Íslensk grafík

Tryggvagata 17, Hafnarhúsið, hafnarmegin

 

Föstudagur  6. febrúar kl. 19.00-24.00

Sýning í sal:

Listamaður Grafíkvina 2015 er Aðalheiður Valgeirsdóttir. Í sal verður sýning á verkum hennar og útgáfa grafíkvinamyndarinnar “Brot” kynnt.

 

Verkstæði kl. 20-21

Á verkstæði félagsins verður NEONderthals-grafík framin í anda magnaðs myrkurs með hjálp Safnanæturgesta.

 

Vetrarhátíð

 

Laugardagur 8. febrúar kl. 14.00-18.00

Sýningarsalur

Sýning á verkum Aðalheiðar Valgeirsdóttur listamanns Grafíkvina 2015.

 

Sunnudagur 9. febrúar kl. 14.00-18.00

Sýningarsalur

Sýning á verkum Aðalheiðar Valgeirsdóttur listamanns Grafíkvina 2015.

 

Grafíkvinir geta sótt verk sín alla helgina og öðrum er velkomið að gerast Grafíkvinur. Árgjald er kr. 15.000.- og í því felst áskrift að einu verki, boð á sýningar og aðra viðburði félagsins og fleiri fríðindi.

 

Aðgangur ókeypis alla dagana.

 

Lýsing viðburðar:

Listamaður Grafíkvina 2015 er Aðalheiður Valgeirsdóttir.

Verkið “Brot” er þrykkt af listamanninum sjálfum í þremur litum, með vatnsleysanlegum og eiturefnalausum þrykklitum frá Daler Rowney, á 250 gr. Hahnemühle grafíkpappír. Lítill rauður flötur/brot er málað með vatnslit. Upplag verksins er 80 eintök. Stærð myndar er 14,5×19 cm og pappírsstærð  20x28cm.

 

Aðalheiður lauk námi frá grafíkdeild Myndlista-og handíðaskóla Íslands árið 1982. Hún helgaði sig grafíklist á fyrstu árum ferils síns en hefur á síðari árum nær engöngu fengist við málverk í listsköpun sinni. Hún hefur haldið 19 einkasýningar og tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis.

Aðalheiður hefur lokið BA og MA námi í listfræði frá Háskóla Íslands og starfar  bæði sem myndlistamaður og sjálfstætt starfandi listfræðingur.

 

Verk Aðalheiðar hafa sterka skírskotun í náttúru landsins og þau blæbrigði sem skapast af tíma, veðráttu og birtu í samspili við hugmyndir mannsins um umhverfi sitt og tengsl hans við það.

 

Lýsing/enska

 

Annual Print Edition 2015 for Printmakers friends is made by Aðalheiður Valgeirsdóttir who also shows selection of her work in the IPA Gallery. In the new Print Edition especially made for Printmakers friends she made the work “Brot” inspired by icelandic nature.

 

Friday  6. february 7-12am

 

IPA Gallery

Exhibition and Print Edition:

Annual Print Edition  2015 for Printmakers friends.

Selected this year is one of IPA members, Aðalheiður Valgeirsdóttir who shows the print and her work in the Gallery.

 

IPA Print Studio

 

From 8-9pm NEONderthals Printmaking will be performed in the Print Studio with participation of guests of Museum night

 

Winterfestival

 

Saturday 7. february  2-6pm

IPA Gallery

Annual Print Edition 2015 for Printmakers friends by Aðalheiður Valgeirsdóttir who also shows her work in the Gallery.

 

Sunday 8. february  2-6pm

IPA Gallery

Annual Print Edition 2015 for Printmakers friends by Aðalheiður Valgeirsdóttir who also shows her work in the Gallery.

Free Admission

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com