
Safnahúsið: Leiðsögn um Sjónarhorn með sérfræðingi Ljósmyndasafns Íslands
Sunnudaginn 25. mars kl. 14 veitir Inga Lára Baldvinsdóttir, sérfræðingur í Ljósmyndasafni Íslands, leiðsögn um sýninguna Sjónarhorn – ferðalag um íslenskan myndheim. Leiðsögnin verður um þátt ljósmynda á sýningunni.
Sýningin Sjónarhorn er samstarfsverkefni Listasafns Íslands, Náttúruminjasafns Íslands, Þjóðminjasafns Íslands, Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafns-Háskólabókasafns og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Leiðsögnin er ókeypis. Verið öll velkomin.