SAFN REYKJAVIK opnun lau 24. jan kl.18/opening Sat 24th Jan at 6pm – < alin I -valin smáverk í eigu Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur / < cubit I -selected small works from the collection of Petur Arason & Ragna Robertsdottir

safn_einvite
< alin I
valin smáverk úr safneign Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur

Á sýningunni < alin I eru sýnd um 70 listaverk í eigu Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur. Verkin eru öll undir einni alin (48cm) að stærð og eru valin úr fjölda smærri listaverka í safneign þeirra, sem telur um tvö þúsund verk. Sýningin sprettur af því að okkur langaði að sjá og sýna smáverkin saman, verk sem hafa sjaldnar sést á sýningum. Val verka ræðst af nokkrum þáttum, s.s. löngun til að varpa ljósi á heild safneignarinnar og tengingar á milli verka innan hennar, stærð sýningarýmisins við Bergstaðastræti og breidd í hugmyndafræði og afstöðu listamanna, sem eiga verk í eigninni.

Við höfum kallað verkin smáverk okkar á milli en í safneigninni er töluvert af mun stærri verkum, s.s. ljósmyndaverkum og teikningum, sem hafa m.a. verið sýnd á tveimur nýlegum sýningum í Listasafni Reykjavíkur. Löngunin til að ganga út frá stærð sem útgangspunkti sýningar tengist þó enn fremur því að í safneigninni eru mörg verk sem fjalla um mælieiningar tíma, rýmis og rúms og eru hugsuð í samtali við rýmið sem þau eru staðsett í. Þannig þykir okkur áhugavert að líta á og leika okkur með smáverkin og kanna, með nokkuð þéttu upphengi, hverskonar og hversu mikið rými þau skapa, og þurfa.

Sýningarstjóri er Birta Guðjónsdóttir


Um SAFN Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur

Pétur Arason kaupmaður og Ragna Róbertsdóttir myndlistarmaður ráku sýningarýmið Önnur Hæð, ásamt Ingólfi Arnarssyni myndlistarmanni, á heimili sínu að Laugavegi 37 um 5 ára skeið, 1992-1997. Þar buðu þau mörgum af þekktustu alþjóðlegu myndlistarmönnum samtímans, yfir þrjátíu listamönnum, m.a. Louise Bourgeois, Roni Horn, Donald Judd, Ilya Kabakov, On Kawara, Elke Krystufek, Richard Long, Richard Tuttle og Lawrence Weiner, að sýna verk sín og festu sér mörg þeirra að sýningum loknum. Segja má að þau verk myndi grunninn að listaverkasafni þeirra.

Pétur og Ragna héldu áfram að safna samtímamyndlist og árið 2003 opnuðu þau SAFN Samtímalistasafn á þremur hæðum sömu byggingar en þau ráku safnið í samstarfi við Reykjavíkurborg og var það opið almenningi til ársins 2008. Í SAFNI var stór hluti safneignarinnar sýndur en jafnframt voru þar settar upp um 50 nýjar sýningar íslenskra og erlendra listamanna.
Árið 2014 opnuðu þau tvö sýningarými; að Bergstaðastræti 52 í Reykjavík og að Lewetzowstrasse 16 í Berlín og bjóða gestum sínum að upplifa valin verk úr safneign sinni á báðum stöðum.

Á sýningunni hér eru verk eftir um 70 listamenn, sem hafa flestallir tengst Pétri og Rögnu sterkum kollega- og vinaböndum. Þær tengingar hafa margar getið af sér frekari kynni íslenskra myndlistarmanna við erlenda kollega sína og átt stóran þátt í öflugu sýningahaldi á Íslandi.


Sýnendur á sýningunni < alin I  eru:

Roger Ackling  Josef Albers  Baldvin Einarsson  Silvia Bächli  Tilo Baumgärtel  Birgir Andrésson  Birgir Snæbjörn Birgisson  Bjarni H. Þórarinsson  Ronald de Bloeme  Daniel Buren  Pash Buzari  Thomas A. Clark  Hanne Darboven  Davíð Örn Halldórsson  Erla Stefánsdóttir  Robert Filliou  Angus Fairhurst  Finnbogi Pétursson  Ceal Floyer  Guðjón Ketilsson  Guðmundar “góði” Kristjánsson  Outi Heiskanen  Helgi Þorgils Friðjónsson  Helgi Þórsson  Susan Hiller  Hrafnkell Sigurðsson  Hreinn Friðfinnsson  Roni Horn  Ívar Valgarðsson  Alan Johnston  Jónas E. Svafár  Ralf Jurzo  Kristinn G. Harðarson  Kristinn Pétursson  Kristján Guðmundsson  Michael Landy  Mark Lombardi  Sarah Lucas  Magnús Pálsson  Richard Maltz  Yoko Ono  Ómar Stefánsson  Richard Prince  Ragnar Kjartansson  Pipilotti Rist  Gerwald Rockenschaub  Dieter Roth  Ragna Róbertsdóttir  Karin Sander  Adrian Schiess  Sigurður Guðmundsson  Sólveig Aðalsteinsdóttir  Styrmir Örn Guðmundsson  Alan Uglow  Gillian Wearing  Lawrence Weiner


< cubit I
selected small works from the collection of Pétur Arason and Ragna Róbertsdóttir

The exhibition < cubit I presents about 70 selected works of art from the private art collection of Pétur Arason and Ragna Róbertsdóttir. The works are all under one cubit (45.72 cm) in size and are selected from a number of smaller works of art in their collection of about two thousand works. The exhibition derives from our interest to see and show the smaller works, less often presented in exhibitions, together collectively.
The selection of works is determined by several factors, such as a desire to shed light on the collection and connections between works, the dimension of the exhibition space and the varying ideology and attitudes of the artists.

We have referred to the works as small, to differentiate them from the majority of larger work in the collection, such as photographic works and drawing, which have i.a. been shown in two recent exhibitions at the Reykjavik Art Museum. The desire to take the size of work as point of departure is furthermore informed by the factor of measurements of time, volume and weight in many works of the collection, which are conceived of in conversation with the space in which they are located. Thus, with a fairly dense installing, we find it interesting to explore the kind of space the works create and demand.

Curator is Birta Gudjonsdottir

SAFN

The businessman Pétur Arason and artist Ragna Róbertsdóttir operated the exhibition space Second Floor, with artist Ingólfur Arnarsson, at their home at Laugavegur 37 for five years, 1992-1997. They invited over thirty of the most well-known international contemporary artists – such as Louise Bourgeois, Roni Horn, Donald Judd, Ilya Kabakov, On Kawara, Richard Tuttle and Lawrence Weiner – to show their work there, and then they acquired many of those works. These acquisitions created the basis for their art collection.

Pétur and Ragna continued to collect contemporary art and in 2003 they opened SAFN: Contemporary Art Collection on three floors of the same premises, which they operated in collaboration with the city of Reykjavík. SAFN was open to the public until 2008. The couple presented a large part of their collection at SAFN, as well as around 50 temporary exhibitions of Icelandic and international artists.

In 2014 they opened two exhibition spaces; at Bergstaðastræti 52 in Reykjavík and Lewetzowstrasse 16 in Berlin, offering its guests to experience selected works from the collection, in both locations.

On display here are works by around 60 artists most of whom are friends and colleagues of Pétur and Ragna. Many of these connections have facilitated further encounters of Icelandic artists with their international colleagues and have played a major role in the dynamic art scene of Iceland.

With works by:

Roger Ackling  Josef Albers  Baldvin Einarsson  Silvia Bächli  Tilo Baumgärtel  Birgir Andrésson  Birgir Snæbjörn Birgisson  Bjarni H. Þórarinsson  Ronald de Bloeme  Daniel Buren  Pash Buzari  Thomas A. Clark  Hanne Darboven  Davíð Örn Halldórsson  Erla Stefánsdóttir  Robert Filliou  Angus Fairhurst  Finnbogi Pétursson  Ceal Floyer  Guðjón Ketilsson  Guðmundar “góði” Kristjánsson  Outi Heiskanen  Helgi Þorgils Friðjónsson  Helgi Þórsson  Susan Hiller  Hrafnkell Sigurðsson  Hreinn Friðfinnsson  Roni Horn  Ívar Valgarðsson  Alan Johnston  Jónas E. Svafár  Ralf Jurzo  Kristinn G. Harðarson  Kristinn Pétursson  Kristján Guðmundsson  Michael Landy  Mark Lombardi  Sarah Lucas  Magnús Pálsson  Richard Maltz  Yoko Ono  Ómar Stefánsson  Richard Prince  Ragnar Kjartansson  Pipilotti Rist  Gerwald Rockenschaub  Dieter Roth  Ragna Róbertsdóttir  Karin Sander  Adrian Schiess  Sigurður Guðmundsson  Sólveig Aðalsteinsdóttir  Styrmir Örn Guðmundsson  Alan Uglow  Gillian Wearing  Lawrence Weiner


SAFN

Bergstaðastræti 52
101 Reykjavík
Iceland

Lewetzowstrasse 16
D-10555 Berlin
Germany

www.safn.is
safn@safn.is

Opnunartími í Safni Reykjavík:  13-17 lau og sun, og eftir samkomulagi.
Opening hours of SAFN Reykjavik:  1-5pm Sat & Sun, and by appointment.

 
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com