Rut Rebekka

Rut Rebekka opnar sýninguna „Í Gilinu“

Rut Rebekka opnar sýningu í Íslensk Grafík, Tryggvagötu 17 Hafnarhúsinu (inngangur hafnarmegin) Laugardaginn 1 okt kl 14 .

Tilurð verkanna eru sterk tengls við íslenska náttúru.

Málverkin eru Olía á hörstriga, máluð 2015 til 2016 grafíkin er olíu sáldþrykk á 300 gr pappír.

Þetta er 21 einkasýning Rutar Rebekku Sigurjónsdóttur, en hún er fædd í Reykjavík 1944. Hún hefur stundað myndlist í 42 ár og hennar helstu sýningar hafa verið á Kjarvalsstöðum, í Hafnarborg, í Norræna húsinu, Gallerie GammelStrand Kaupmannahöfn, Hamar Kunstforening Noregi, Piteaa Kunstforening Svíþjóð og fleiristöðum. Ásamt tekið þátt í 24 samsýningum hérlendis og erlendis eins og í Beiing Kína, New york, Boston, Munchen, Heidelberg, Köln, Aarhus Kunstforening. Næstved Danmörku og fleiri stöðu.

Listnám sitt stundaði Rut Rebekka í Myndlistaskóla Reykjavíkur og Handíða og Myndlistaskóla íslands, ásamt námskeiði í Skidmore College U.S.A. Unnið í vinnustofum í Danmörku, Sveaborg Finnlandi, Kjarvalsstofu París og verið gestakennari í myndlist í Skidmore College NY.

Sýningin er opin kl 14 til 18 fimmtudaga til sunnudaga og lýkur sunnudaginn 16 okt kl 18. Allir velkomnir.

Íslensk Grafík
Icelandic Printmakers Association
Tryggvagata 17, hafnarmegin/harbour side
101 Reykjavik
Iceland

Opening hours: Thursday – Sunday 2-6 pm
Free entrance

http://www.islenskgrafik.is/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com