Listasafnreykjavíkt

Rut Rebekka opnar málverkasýninguna „Grjót og gróður“, í Grafíksalnum 22.júní

Rut Rebekka opnar málverkasýninguna „Grjót og gróður“, í  Grafíksalnum, Hafnarhúsinu Tryggvagötu 17, inngangur hafnar megin, laugardaginn 22 júní kl. 14.

Rut Rebekka beinir hér sjónum sínum að hinu blíða og i senn hrjóstuga landslagi Íslands, mest í fjallshlíðum, brekkum og giljum, í mismunandi birtu og litasamspili.

Þetta er 22 einkasýning Rutar Rebekku Sigurjónsdóttur, en hún er fædd í Reykjavík 1944. Hún hefur stundað myndlist í 45 ár mestmegnis í Reykjavík og eru verk eftir hana í eigu opinbera safna bæði hérlendis og erlendis.

Hennar helstu sýningar hafa verið á Kjarvalsstöðum, í Hafnarborg, í Norræna húsinu, Gallerie Gammel Strand Kaupmannahöfn, Hamar Kunstforening Noregi, Piteaa Kunstforening Svíþjóð, Grafíksalnum Reykjavík og fleiri stöðum. Tekið þátt í fjöl mörgum samsýningum hérlendis og erlendis eins og í  Beiing Kína, New York, Boston, Munchen, Heidelberg, Köln, Aarhus Kunstforening. Næstved Danmörku og fleiri stöðum.

Listnám sitt stundaði Rut Rebekka í Myndlistaskóla Reykjavíkur og Myndlista og handíðaskóla Íslands, ásamt námskeiði í Skidmore College. Unnið í vinnustofum í Danmörku, Sveaborg í Finnlandi, Kjarvalsstofu, París og verið gestakennari í myndlist í Skidmore Collage í New York. Sýningin er opin kl 14:00 til 17:30 fimmtudaga til sunnudaga og lýkur sunnudaginn 7 júlí kl. 17.30.

Allir velkomnir

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com