Logo (1)

Rúrí og Hulda Rós Guðnadóttir sýna á samnorrænni sýningu í Berlín

Fimmtudaginn 17. október opnar sýningin ‘Ocean Dwellers. Art, Science and Science Fiction’ í tilefni tuttugu ára afmælis Norrænu sendiráðsbygginganna í Berlín. Sýningin er í Felleshus, sýningarrými norrænu sendiráðanna við Tiergarten.

Sýningin stendur til 30. janúar 2020.

Sýningarstjórinn Solvej Helweg Ovesen segir í texta um sýninguna: Norðrið liggur við hafið – Norðurlönd eru umlukin vatni og mótuð af vatni bæði í sögulegum, menningarlegum og efnahagslegum skilningi. Sýningin
leggur fram spurningar um samband okkar við hafið og gefur okkur færi á sjá hlutina út frá sjónarhóli Sjávarbúanna. Á sýningunni er úrval innsetninga- og rannsóknarlistar frá Danmörku, Finlandi, Íslandi, Noregi
og Svíþjóð þar sem list, vísindi og vísindaskáldskapur koma saman. Sýningarstaðurinn umbreytist í sjávarrými og lögð er fram spurningin: Hvaða merkingu hefði það að tileinka sér heimsmynd hafsins? Hvernig fást
listamenn, sjávarlíffræðingar, kafarar, hugsuðir og mannfræðingar við sjóinn sem búseturými, í sögulegu og í ímynduðu samhengi? Hvernig geta stjórnmál og lagasetningar komið að gagni við að takast á við afleiðingar
vistfræðilegra breytinga í hinu dýrmæta rými sem hafið er.

Listamenn eru: Rúrí og Hulda Rós Guðnadóttir frá Íslandi, Elsa Salonen og Tellervo Kalleinen/Oliver Kochta- Kalleinen frá Finlandi, Johannes Heldén, Andrew Merrie og Simon Stålenhag (Radical Ocean Futures) frá Svíþjóð, Laboratory for Aesthetics and Ecology, Jacob Remin og Kirstine Roepstorff frá Danmörku og Sissel Tolaas og Jana Winderen frá Noregi.

Úr Future Cartography verki eftir Rúrí

Verk Rúrí er ný innsetning í listrannsóknarverkefninu Future Cartography þar sem könnuð eru áhrif bráðnunar jökla á yfirborð hafsins. Verkið snertir strendur landa við Bengalflóa, Suðurströnd Miðjarðarhafs og við Kattegat/Eystrasalt.

Ein af fimm ljósmyndum Huldu Rósar Guðnadóttur á sýningunni

Hulda Rós Guðnadóttir mun sýna í fyrsta skipti verk úr nýju listrannsóknarverkefni S-I-L-I-C-A en það teygir anga sína til Íslands, Ástralíu, Þýskalands og hafsins þar á milli. Verkin eru fimm stór ljósmyndaprent. Einnig mun vera til sýnis efni sem notuð eru við framleiðslu kísilmálms í kísilverksmiðjunni á Bakka við Húsavík.

Ókeypis aðgangur
Norrænu Sendiráðin | Felleshus, Rauchstr. 1, Berlin-Tiergarten Mán-Fös 10:00-19:00 Lau-Sun 11:00-16:00

#NoBo20 #OceanDwellers

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com