5dagur Rot Svarthvitt 2

RÓT2016 í Listagilinu

6. – 20. ágúst 2016

Listagilinu, Akureyri

www.rot-project.com | rotprojectinfo@gmail.com | www.facebook.com/rotprojectnytt

Næstkomandi laugardag hefst listaverkefnið RÓT2016 í Listagilinu á Akureyri. Þetta er í þriðja sinn sem RÓT fer fram og er nú hluti af Listasumri á Akureyri. Sjö hópar listamanna hittast á 15 daga tímabili og skapa verk sem eru upphugsuð að morgni og framkvæmd og fullunnin á einum degi. Þannig skapast mikil orka og líf í Listagilinu og áhersla verður lögð á að vera úti og vera áberandi, íbúum og ferðamönnum til ánægju. Fyrir þátttakendur er verkefnið bæði spennandi og krefjandi, þeir vinna undir mikilli tímapressu sem reynir á samstarfshæfni og skapandi hugsun.

Stjórnendur verkefnisins eru ánægðir með þróun verkefnisins og hlakka til að sjá hvað gerist í ár, enda koma þátttakendur ekki inn í verkefnið með mótaðar hugmyndir heldur fæðast þær yfir morgunmatnum.

Verkefnið er í opið eftir hádegi laugardaga, þriðjudaga og fimmtudaga á tímabilinu 6. – 20. ágúst.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com