Röstin Skipuleggjendur

Röstin – Listamenn á Langanesi

Hópur listamanna hefur skipulagt vinnustofudvöl á Langanesi í samvinnu við Langanesbyggð sem lýkur með listviðburðum um helgina, 10.-12. ágúst. Alls hafa þrettán listamenn dvalið á svæðinu en verkefnið er skipulagt af fjórum listamönnum sem tengdir eru Langanesbyggð hver á sinn hátt. Markmiðið með dvölinni er að skapa rými fyrir tilraunamennsku, hugmyndaflæði og búa til nýjar tengingar milli fólks og lands. Verkefnið er nefnt eftir röstinni út við Font á Langanesi þar sem straumar Atlantshafs og Íshafs mætast.

Meðal viðburða eru tónleikar Sunnu Friðjónsdóttur í Þórshafnarkirkju föstudaginn 10. ágúst klukkan 20:00, samsýning listamanna í Sauðaneshúsi ásamt hugbúnaðarhljóðinnsetningu eftir Freyju Eilíf í Sauðaneskirkju sem opnar laugardaginn 11. Ágúst klukkan 15:00 og dagslangur gjörningur Hildar Ásu Henrýsdóttur í sundlaug Langanesbyggðar sunnudaginn 12. ágúst.  

Þátttakendur eru Auður Lóa Guðnadóttir, Bergrún Anna Hallsteinsdóttir, Claire Paugam, Freyja Eilíf, Hildur Ása Henrýsdóttir, Karólína Rós Ólafsdóttir, Katrína Mogensen, Nína Óskarsdóttir, Starkaður Sigurðarson, Sunna Friðjónsdóttir, Sölvi Halldórsson, Veigar Ölnir Gunnarsson, Ylva Frick.

Umsjón með Röstinni sem þreytir frumraun sína þetta árið hafa Auður Lóa Guðnadóttir, Freyja Eilíf, Hildur Ása Henrysdóttir og Starkaður Sigurðarson.

 https://www.facebook.com/events/516774442112229/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com