
Arna Gná Gunnarsdóttir opnar myndlistarsýningu í Listasal Evrópuráðsins
Winter in Strasbourg
Arna Gná Gunnarsdóttir opnar myndlistarsýningu í Listasal Evrópuráðsins í Strassborg þann 1. mars 2016 frá kl 17:30 – 19:30
Sýningin stendur yfir frá 1.mars – 24. mars 2016
Á sýningunni Winter in Strasbourg vinnur myndlistarmaðurinn Arna Gná Gunnarsdóttir út frá menningarumhverfi sínu í Frakklandi og á Íslandi.
Arna Gná Gunnarsdóttir (1974) býr og starfar í Strassborg, Frakklandi. Hún hóf nám í myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2003 og útskrifaðist þaðan árið 2006 með BA-gráðu í myndlist. Hún sótti einnig myndlistarnám við Listaháskólann í Bergen og Kungliga konsthögskolan í Stokkhólmi. Eftir að Arna lauk námi hefur hún tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningu í Aurum í Bankastræti og í Gallerí Vegg.
Verk Örnu á sýningunni vann hún út frá umhverfi sínu. Listamaðurinn tekur þátt í, og nærist á umhverfinu, reglum og hefðum samfélagsins, tungumáli þess og menningu. Hver staður hefur sínar reglur, bæði skrifaðar og óskrifaðar. Nýju tungumáli fylgir nýtt auðkenni einstaklings í ókunnugu samfélagi.
Arna túlkar einnig eigin nostalgíu tengda handverkinu og íslenskum handverkshefðum í verkum sínum og þá þekkingu sem hún hefur erft frá fyrri kynslóðum.
Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um verk Örnu
www.umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/643