Fréttatilkynning 3

,,Reykjavík Stories” – Quartair gallery Den Haag

Laugardaginn 26. september opna 8 íslenskir myndlistarmenn sýninguna ,,Reykjavík Stories” í Quartair gallerýinu í Den Haag í Hollandi. Listamennirnir eru þeir Jón Óskar, Hulda Hákon, Finnur Arnar, Jóhann Ludwig Torfason, Ragnhildur Jóhanns, Guðmundur Thoroddsen, Sindri Leifsson og Dodda Maggý. Verk listamannanna á sýningunni tengjast með einum eða öðrum hætti henni Reykjavík. Höfuðborg sem þau þekkja og upplifa hvert með sínum hætti, hafa kynnst misvel og lengi. Í tilefni sýningarinnar kemur út vegleg bók um sýninguna og verk listamannanna þar sem Markús Þór Andrésson skrifar megintexta en Bergdís Ellertsdóttir sendiherra ritar formála. Hún mun einnig opna sýninguna formlega. Sýningin er samstarf Quartair gallerýsins og art365. Sýningarstjóri er Tim Junge.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com