IMG 5476

Reykjavík Safarí – menningarleiðsögn á sex tungumálum

Reykjavík Safarí – menningarleiðsögn á sex tungumálum

Reykjavík Safarí menningarleiðsögn
Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni
Fimmtudaginn 6. júlí kl. 20.

 

 

Fimmtudaginn 6. júlí kl. 20.00 verður boðið til fjöltyngdu menningargöngunnar „Reykjavík Safarí“. Gangan er á vegum Borgarbókasafnsins, Borgarsögusafns Reykjavíkur, Listasafns Reykjavíkur og Bókmenntaborgarinnar og fer nú fram tíunda árið í röð. Borgarbúar, með önnur móðurmál en íslensku, veita leiðsögn um miðborgina sem verður í boði á spænsku, pólsku, víetnömsku, portúgölsku, ensku og arabísku.

 

Starfsmenn safnanna segja frá starfseminni og leiðsögumennirnir túlka yfir á sín eigin tungumál. Í göngunni verður jafnframt bent á mikilvægar byggingar og styttur og stoppað fyrir framan Alþingishúsið og stjórnarráðið. Hóparnir munu svo hittast í lok göngunnar í Borgarbókasafninu, Tryggvagötu 15. Þar verður boðið upp á hressingu og Bollywood-dívur úr sýningarhópi Margrétar Erlu Maack mæta með lauflétta  kennslu í Bollywood-dönsum.

 

Markmiðið með viðburðinum er að veita nýjum hópum innsýn í það umfangsmikla og fjölbreytta menningar-  og listastarf sem fer fram á söfnunum og virkja borgarbúa til þátttöku. Reykjavík Safarí hefur  notið mikilla vinsælda og er það vonin að sem flestir sem tala ofangreindu tungumál taki kvöldið frá og njóti fróðleiksins og stundarinnar með öðrum heimsborgurum.

 

Lagt verður af stað frá Borgarbókasafninu við Tryggvagötu 15.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir.

 

Upplýsingar um gönguna á arabísku, pólsku, ensku, víetnömsku, portúgölsku, spænsku og íslensku eru að finna á Facebook-viðburðinum Reykjavík Safarí: https://www.facebook.com/events/832310050249546/?fref=ts

 

 

Nánari upplýsingar veitir

Kristín R. Vilhjálmsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar á Borgarbókasafninu

kristin.r.vilhjalmsdottir@reykjavik.is

Sími: 4116122/ 6181420

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com