Lofoten

Residensía í Lofoten, góður ferðastyrkur

NOR – ICE: boð í residensíu

NOR –ICE er þriggja ára tilraunaverkefni sem ætlað er að auka og styrkja tengslanet milli starfandi listamanna Norðursins, með aðaláherslu á Noreg og Ísland. Til að sækja um verkefnið verður að vera meðlimur í NNBK eða SÍM.

Grundvöllur verkefnsins er að listamennirnir deili þekkingu sinni og reynslu og átti sig jafnframt á hvað sé sameiginlegt með pólitísku umhverfi listarinnar í Noregi annars vegar og á Íslandi hins vegar, hvernig er lífið fyrir starfandi listamenn á norðurhveli jarðar?

Residensíuskiptin eru líka hugsuð sem stuðningur til að rækta sterk og varanleg sambönd milli íslenskra og norður-norskra listamanna og listsamtaka í þeim tilgangi að auka samstarf, tengslanet og skapa gagnkvæman stuðning milli landanna.

Residensíu skiptin hófust árið 2015 fyrir tilstilli samstarfs NNBK(Samband norður-norskra myndlistarmanna) og SÍM(Samband íslenskra myndlistarmanna). Verkefnið er styrkt af norska menningaráðinu, SÍM og NNKS; samstarfsaðili NNBK.

UM RESIDENSÍUNA:

Tímabil: 10.september – 10.október 2018
Hvar: Kunstnerhuset, Svolvær Lofoten.
Umsóknafrestur: 15. apríl 2018

Kunstnerhuset (Hús listamannsins) í Lofoten var stofnað af norskum og sænskum samtökum um miðja 20.öld og hefur tekið á móti listamönnum síðan. Húsið stendur á Svinøya eyju í Svolvær og snýr að strandlengjunni, húsið er í göngufjarlægð frá miðbæ Svolvær. Húsið er einungis fyrir meðlimi AiR og eru listamenn þar í residensíu ýmist á eigin vegum eða sem þátttakendur í skipulagðri residensíudvöl. Listamenn deila tveimur vinnustofum, eldhúsi, stofu og tvemur baðherbergjum. Hús listamannsins er hluti af NNKS.

PRAKTÍSKAR UPPLÝSINGAR:
Residensíuverkefnið býður upp á gistiaðstöðu og vinnuaðstöðu í Húsi listamannsins, sem og ferðastyrk upp á 5000 NOK (ca 65.000 ISK, fer eftir gengi) Listamennirnir fá bílaleigubíl sem þeir deila. Bensínkostnaður er í höndum listamanna og ætlast er til að þeir skili bílnum með fullum tanki. Gestalistamennirnir munu í samstarfi við NNKS halda kynningu um verkin sín á meðan dvölinni stendur.

Val á listamanni byggist á umsókninni, hvað hann hyggst gera í residensíunni, listrænni hæfni og gæðum verka.
Umsókninni verður að skila á ensku.
Umsóknina skal senda á nnbkunst@gmail.com
Titill tölvupóstsins: Kunstnerhuset Residency.

TIL AÐ SÆKJA UM ÞARF AÐ SENDA EFTIRFARANDI TIL NNBK:
• Persónulegar upplýsingar: fullt nafn, staður og fæðingadagur, allar upplýsingar um hvernig er hægt að hafa samband við þig.
• Tillaga að verkefni á meðan dvölinni stendur hvernig þú myndir tengja verkefnið við þetta norðlæga samstarf.
• Ferilskrá CV
• Sýnishorn af fyrri verkum/verkefnamöppu (pdf, max 10MB), Vídeó/hljóð verk (max 3min)

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com