Berlín

Frá árinu 2010 hefur SÍM haft gestavinnustofu í Berlín til leigu fyrir félagsmenn SÍM. Hugmyndin er að íslenskir myndlistarmenn geti dvalið erlendis og unnið að list sinni á sama hátt og erlendir listamenn koma til Íslands í gestavinnustofur SÍM. Gestavinnustofan er á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi í Neue Bahnhofstrasse 27, í Friedrichshain í austurhluta Berlínar, póstnúmer D-10245 Berlin.

Gestaherbergin eru tvö, Askja og Hekla, en gestir deila eldhúsi og baðherbergi. Aðeins fimm mínútna gangur er frá Ostkreuz lestarstöðinni að gestaíbúðinni, en S-9 fer beint frá flugvellinum Berlín Schönefeld (SXF) til Ostkreuz.

Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu SÍM til að bóka í síma 551-1346 eða á sim@sim.is.

Since 2010 SÍM runs an Artists in Residence studio /apartment in Berlin for members of SIM. The apartment is on the top floor of an apartment building in Friedrichshain, former East Berlin.

There are two guest rooms, Askja and Hekla (see below). The artists share a kitchen and a bathroom. It only takes five minutes to walk from the train station Ostkreuz to the apartment, but S-9 goes directly from the airport Berlin Schönefeld (SXF) to Ostkreuz.

Please contact the SIM office to book the apartment: sim@sim.is.

Ný1 IMG 8992
Ný1-IMG_8992
Hekla 4b
20131002_224539
20131002_224558
útsýni Af Svölum
Ný1 IMG 8992Hekla 4b20131002 22453920131002 224558útsýni Af Svölum

„Alltaf fannst mér gott að koma aftur íbúðina því það var svo góður andi í húsinu og íbúðinni. Sérstaklega vil ég nefna Poul Weile sem bauð okkur í mat og reyndist okkur einstaklega vel.“

Hlíf Ásgrímsdóttir

„Gatan og hverfið allt er með fjölmarga veitingastaði með ágætis verðlagi og örstutt er í bæði matvöruverslanir og þvottahús. Þar eru einnig mörg gallerí og aðrir áhugaverðir staðir. Það er töluvert labb upp þrepin 89 og ágætis líkamsrækt, einkum ef maður fer úr húsi oftar en einu sinni á dag. Herbergið er stórt og rúmgott og ágætis vinnuaðstaða og sameiginlegt eldhús, salerni og bað sömuleiðis. Við höfðum góða nágranna í bæði skiptin og þetta er hið ágætasta sambýli.“

Heidi og Matthias

„Ég hef nýtt mér vinnustofu SÍM í Berlin. Ég held því fram að vinnustofan sé sú besta sem SÍM hefur uppá að bjóða. Það er aðallega vegna þess frábæra umhverfis og tækifæra sem Berlin hefur uppá að bjóða. Ég hef verið þar bæði um sumar og vetur í vinnustofunni, það skiptir engu, það er alltaf æðislegt að vera þar. Íbúðin er mjög vel staðsett, bæði er Hverfið Friedrichshain frábært og stutt í bahn-inn til allra átta.“

Logi Bjarnason

Nánari upplýsingar / More info (english below)

Hekla er ca. 25 fermetra stórt herbergi, þar er viðargólf, hátt til lofts og góð birta inn um stóran glugga og svalahurð. Þar eru tvö 90 cm breið rúm, þrjú vinnuborð og stólar, nokkrar hillur, vinnulampar og einn hægindastóll.

Hekla er með sérinngang af stigapalli. Fara þarf inn í sameiginlega rýmið (eldhús og bað) af stigapallinum.

Hekla 2
Hekla 2
Hekla 2b
Ný1-IMG_8992
útsýni Af Svölum
Hekla 2Hekla 2bNý1 IMG 8992útsýni Af Svölum

Askja er ca. 25 fermetra stórt herbergi, þar er viðargólf, hátt til lofts og góð birta inn um mjög stóran glugga. Þar eru tvö 90 cm breið rúm, þrjú vinnuborð og stólar, nokkrar hillur, vinnulampar og einn hægindastóll.

Askja hefur ekki svalir, en úr herberginu er innangengt í eldhús og bað.

Askja 1
Askja 1
Askja 5
IMG_0060
Askja 6
Askja 1Askja 5IMG 0060Askja 6

Eldhús, salerni og baðherbergi eru sameiginleg. Eldhúsið er búið öllum nauðsynlegum eldhúsáhöldum og tækjum. Eins er þráðlaust net, öll nauðsynleg ræstingaráhöld, auka borð og fleira.

Dvalargestir skuldbinda sig til að hlíta reglum sem SÍM setur varðandi afnot af húsnæðinu.

 • Einungis skuldlausir félagsmenn geta sótt um dvöl í gestavinnustofu SÍM í Berlín.
 • Greiða þarf 20.000 kr. við bókun sem staðfestingargjald. Sú upphæð verður ekki greidd til baka ef hætt er við bókunina. Upphæðin fer þó upp í greiðslu fyrir leigu á rýminu.
 • Leigutímabil er frá 1.  eða 16. hvers mánaðar í allt að 3 mánuði.
 • Félagsmenn koma á skrifstofu SÍM til að sækja lykla og undirrita tímabundinn leigusamning fyrir brottför. Greiða þarf 10.000 kr. í peningum í lyklagjald og þrifgjald. Listamenn fá endurgreitt þegar staðfest hefur verið að ástand vinnustofu sé ásættanlegt. Umsjónarmaður SÍM í Berlín metur hvort rýminu hafi verið skilað hreinu og snyrtilegu, eins og segir í reglum.
 • Leigu fyrir dvölina þarf að greiða í síðasta lagi tveimur mánuðum fyrir brottför inn á reikning SÍM: 0101-26-037731, kt. 551283-0709. Þegar greiðsla er frágengin þarf að senda afrit af kvittun í tölvupósti á sim@sim.is
 • Rúmföt og handklæði þurfa listamenn að koma með sjálfir, eða geta leigt af umsjónarmanni SÍM í Berlín.
 • Gestir sjá sjálfir um þrif meðan á dvöl stendur og í lok dvalar. Íbúðirnar þurfa að vera tilbúnar fyrir nýja gesti í lok dvalar.
 • Hreinlætisvörur og klósettpappír þurfa listamenn að útvega sjálfir.
 • Áður en gestavinnustofan er yfirgefin í lok dvalar, þarf að:

– skúra og þrífa vel öll gólf í íbúðinni (herbergi, vinnustofu, eldhús, gang, salerni og sturtu)
– ryksuga laus teppi og mottur
– þurrka af hillum, borðum og gluggakistum
– þrífa öll hreinlætistæki
– þvo upp og henda rusli, muna eftir að flokka
– tæma ísskáp og þrífa vel (muna eftir frystihólfinu) og fjarlægja allt matarkyns. Við brottför skal stilla ísskáp á 1 og passa að hafa ísskápinn ekki óþarflega hátt stilltan meðan á dvöl stendur.
– vinsamlegast skiljið ekki eftir listmuni eða áhöld

– vinsamlegast skiljið ekki eftir flöskur, en þeim er hægt að skila í LiDL

 • Ekki er leyfilegt að vinna með eiturefni svo sem nítró, bensín og benzin. Farið varlega með notkun úðabrúsa. Passið sérstaklega að sulla ekki á gólf og veggi. Ef hætta er á að slíkt gerist vinsamlegast notið undirbreiður eða plast.
 • Reykingar eru ekki leyfðar innanhúss, en hægt er að reykja í portinu.
 • Hugið sérstaklega að því við lok dvalar að henda rusli, tæma ísskápa og fjarlægja allt matarkyns, annað en þurrmat sem næsti listamaður gæti nýtt sér.
 • Vinsamlegast látið skrifstofu SÍM vita ef húsnæðið þarfnast lagfæringar.
 • Vinsamlegast hugið að orkunotkun. Slökkvið ljós og farið sparlega með vatn og rafmagn. Við brottför þarf að setja ísskáp á einn.
 • Það á ekki að hreyfa við ofnunum. Hitastýring er sjálfvirk og stjórnuð af hitastilli í Öskju. Ofnarnir sjálfir skulu alltaf vera á hæstu stillingu. Hitastillirinn á að vera á 5 gráðum við brottför. Ofninn í sturtuherberginu er rafmagnsofn. Slökkva þarf á honum við brottför.
 • Flokkunartunnur eru við húsið og því er nauðsynlegt að flokka rusl.  Almennt heimilissorp fer í svartar tunnur, pappír í bláa tunnu og lífrænn úrgangur í sérstaklega merkta tunnu. Einnig er sérstök umbúðatunna fyrir plast og fleira.
 • Tökum tillit hvert til annars. Íbúðirnar eru í fjölbýlishúsi og er stutt á milli granna. Háreysti og umgengni seint að kvöldi eða að næturlagi getur valdið öðrum ónæði.

Friedrichshain, sem er í fyrrum Austur-Berlín, er næsta hverfi við Prenzlauer Berg og Krautzberg er rétt hinum megin við ána Spree. Friedrichshain er lifandi hverfi, þar býr fjöldi listamanna og hönnuða og er allt iðandi af börum, kaffihúsum, veitingastöðum og skemmtilegum verslunum.

Matvöruverslanir og kaffihús eru í nágrenninu, eins er þvottakaffihús á næsta götuhorni. Verðlag á mat og drykk er almennt mun lægra í þessum hluta Berlínar. Boxhagener Platz markaðurinn er í göngufæri, en hann er opinn á laugardögum og sunnudögum.

Hvar er SÍM íbúðin?

Neue Bahnhofstrasse 27, í Friedrichshain í austurhluta Berlínar, D-10245 Berlin.

Er einhver á vegum SÍM í Berlín?

Poul Weile, danskur listamaður, er umsjónarmaður með gestaherbergjum SÍM í Berlín. Poul býr í kjallaranum úti í portinu, þar hefur hann líka sína vinnustofu.

Poul R. Weile
Neue Bahnhof Straße 27
DE-10245 Berlin
+49 (0) 176 9952 6542
www.prweile.dk

Við biðjum gesti um að láta Poul vita þegar þeir eru komnir í íbúðina.

Hvernig kemst ég til læknis?

Það er læknir í húsinu við Neue Bahnhofstrasse á 2. hæð. Hún tekur vel á móti íslensku listamönnunum. Alltaf er hægt að komast strax að.  

Muna eftir að taka með sér evrópskt sjúkratryggingakort, það fæst hjá:

http://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/rettindi-milli-landa/evropska-sjukratryggingakortid/tryggingarskírteini.

Hvernig bóka/borga ég dvöl?

Hefur samband við skrifstofu SÍM, sim@sim.is

Er auðvelt að koma sér frá flugvellinum í SÍM íbúðina?

S-bahn númer 9 fer beint frá flugvellinum í Schönefeld (SXF) til Ostkreuz lestarstöðvarinnar, en Ostkreuz er í fimm mínútna fjarlægð frá íbúðinni.

Í hvernig hverfi er SÍM íbúðin?

Fridrichshain er skemmtilegt listamannahverfi og miðsvæðis í borginni.

Það er ódýrt að fara út að borða í hverfinu og mikið af skemmtilegum veitingastöðum og börum.

Það tekur stuttan tíma að fara með S-bahn niður í Mitte.

Hvað þarf ég að taka með mér?

Myndlistarvörur eru ódýrar í Berlín. Nálægt íbúðinni eru verslanir með myndlistarvörur.

Modulor er við Moritzplatz lestarstöðina í Kreuzberg. Það er stutt að hjóla þangað eða taka U8.

Boesner er við Marienburgerstrazze 16 í Prenzlauer Berg. Það er auðvelt að hjóla þangað.

Fleiri ábendingar má sjá í „nytsamlegir hlekkir“ hér að ofan.

Hægt er að sleppa því að taka með sér rúmföt og handklæði, Poul er með rúmföt og handklæði til leigu.

Hvernig vinnuaðstaða er í íbúðinni?

Vinnuaðstaðan er góð. Það eru tvö vinnuborð og eitt stórt borð á hjólum sem hægt er að standa við, nokkrir stólar, hillur og vinnulampar. Frammi á gangi eru auka borðplötur og búkkar og einar málaratrönur.

Fyrir þá sem þurfa gróf vinnurými er hægt er að leigja sér verkstæðispláss hjá BBK í Berlin , BBK eru samtök um 2000 listamanna í Berlín.

Má vera með börn í íbúðinni?

Það er ekki leyfilegt að vera með börn undir 12 ára aldri í íbúðinni.

Hversu stór eru herbergin, og fyrir hversu marga?

Hvort herbergi, Askja og Hekla, eru um 25 fermetrar að stærð. Mög fínt fyrir tvo.

Er lyfta í húsinu?

Nei

Dvalargjald fyrir einn:

4 vikur er  €600  / 2 vikur er €400

Aukagjald fyrir einn gest:
4 vikur er €200 / 2 vikur er €100

IAA aðgangur að söfnum

A&O Hostel og 1st Floor Hostel eru í nokkurra mínútna fjarlægð frá íbúðinni.

 Í sömu götu og íbúðin:

TOURING ARTISTS – http://www.touring-artists.info/home.html?&L=1.

Verkstæði BBK í Berlín – http://www.bbk-kulturwerk.de/con/kulturwerk/front_content.php?idcat=89&lang=7

Yfirlit yfir flóamarkaði – http://www.flohmarkt.de/

Kort yfir flóamarkaði – https://www.locafox.de/magazin/wp-content/uploads/2016/01/flohmarkt-map-berlin-final.jpg

Art Slant Berlin – http://www.artslant.com/ber

Berlín á Wikipediu – https://is.wikipedia.org/wiki/Berl%C3%ADn

Myndlistarvörur Modulor –    http://www.modulor.de/

Myndlistarvörur Boesner – http://www.boesner.com/

The Berlin Pass –  http://www.berlinpass.com/

10 bestu söfn í Berlín – http://www.theguardian.com/travel/2011/aug/17/top-10-museums-berlin-city-guides

Lestakerfið og kort

Almenningssamgöngur í Berlín

 • Skrifstofur
  Sími
  : 030 2974 3333

  Opið: Mánudaga til föstudaga 06:00-22:00 og um helgar 07:00-21:00
 • Kort af BVG kerfinu í Berlín: Smelltu hér
 • Tímatöflur og leiðir: Smelltu hér
 • U-Bahn stöðvar eru merktar með stafnum U í hvítu með bláum bakgrunni.
 • S-Bahn stöðvar eru merktar með kringlóttu grænu merki með  stafnum S í miðjunni í hvítu.
 • Strætisvagna- og tramstöðvar eru merktar með gulum hring, stafnum H í grænu og hvítum bakrunni.

Borginni er skipti í þrjú svæði: A, B og C.

Miðar og gjaldsvæði:

 • Hægt er að kaupa miða með peningum eða kreditkorti í sjálfsölunum sem eru öllum S- og U- Bahn stöðvunum og með smámynt í sjálfsölum á Tramstöðvum. Borgað er í peningum um borð í strætó beint til bílstjórans.
 • Stakan miða á svæði AB, BC eða ABC þarf að stimpla í sérstakri vél og gildir stakur miði í tvær klukkustundir.
 • Dagpassi (Tageskarte) er í gildi allan daginn til kl 03:00 um nóttina.
 • Styttri ferðir (Kurzstrecke) gilda þrisvar í S- og U-Bahn og sex skipti í strætó og tram.
 • Hópferðamiði (Kleingruppenticket) gerir allt að fimm aðilum að ferðast einn heilan dag til 03:00 um nóttina.
 • Sjö daga passinn (7-Tages-karte), mánaðarkortið (Monatskarte) og árskortið (Jahreskarte) veita aðgang að öllu samgöngukerfinu í þann tíma sem kortið er í gildi. Þessir miðar leyfa einnig allt að þremur börnum frá 6 – 13 ára eða einum fullorðnum að ferðast frítt milli 20:00 og 03:00 í vikunni og allan daginn um helgar og á þjóðhátíðardögum.
 • Afsláttarkort eru í boði fyrir börn, stúdenta og atvinnulausa gegn staðfestingu.
 • Ef ferðast er með hjól þarf að hafa sérstakan hjólamiða (Fahrradkarte).

Athugið að það er mikilvægt að staðfesta miðann þegar hann er notaður í fyrsta skipti. Sérstakir miðaverðir ferðast um í lestunum óeinkennisklæddir og athuga miða. Ef þú ferðast án miða eða gleymir að staðfesta miðann þinn geturðu fengið háa sekt (Schwarzfahren).
Það ganga um 150 dag- og 54 nætur strætisvagnar í Berlín.

Strætisvagnar

Sýna þarf miða eða kaupa hann af bílstjóranum og staðfesta miðann (validate). Dagsferðirnar í strætó byrja kl. 05:00 og þeir ganga fram að miðnætti. Næturferðirnar ganga svo alla nóttina.

Lestakerfið skiptist í S- og U- Bahn línur. Lestarstöðvarnar eru samliggjandi og því auðvelt að skipta úr S-Bahn í U-Bahn. Bæði kerfin eru ofan- og neðanjarðar. Kerfið er starfrækt bæði af S-Bahn Berlin og  Berlin Transport Authority (BVG) Númerin eru til dæmis: S1, S3, S42 eða U2, U8. Lestirnar koma á 5 – 10 mín. fresti og oft er hægt að taka fleiri en eina lest. Næturstrætó kemur í staðinn fyrir lestirnar frá 01:00 og 05:00.

S- og U- Bahn

Smelltu hér fyrir miðaverð, dag-, viku-, mánaðar- og árspassa.

U- og S-Bahn lestirnar stoppa á hverri stöð. Stundum þarf að ýta á takka til að opna dyrnar ef þær opnast ekki strax sjálfkrafa.
Til að plana ferð: Smelltu hér

Tram

 • Til að hala niður leiðarkerfi eða hala niður korti: Smelltu hér

Askja is an approximately 25 square meter room with wooden floors and high ceilings. It contains two beds, three chairs and one armchair, three worktables, few shelves and adjustable studio lamps. The space has good daylight conditions and a big window.

The kitchen and the bathroom are in a shared space.

Askja 1
Askja 1
Hekla 2
IMG_0060
Askja 5
Askja 1Hekla 2IMG 0060Askja 5

Hekla is an approximately 25 square meter room with wooden floors and high ceilings. It contains two beds, three chairs and one armchair, three worktables, a few shelves and adjustable studio lamps. The space has good daylight conditions, a big window and a balcony .

Hekla has a private entrance from the staircase.  The kitchen and the bathroom are in a shared space. The entrance to this  common space is from the staircase.

Ný1 IMG 8992
Ný1-IMG_8992
Svalir2
Hekla 2b
Hekla 2
Ný1 IMG 8992Svalir2Hekla 2bHekla 2

The kitchen and bathroom are shared by both rooms. The kitchen is fully equipped. Bed sheets and towels are not included, but can be rented from SIM´s supervisor in Berlin . 

The apartment / studio is a non – smoking area.

The fee includes basic expenses (gas, electricity, water and an internet connection).

The residency guests have to abide by the rules set by SIM for use of the premises. 

20131002 224539
20131002_224539
20131002_224558
20131002 22453920131002 224558

The SIM apartment is situated in Friedrichshain in the former East Berlin (next to Prenzlauer Berg Mitte and Kreuzberg).  Friedrichshain might be the hippest area in town at the moment, very vibrant, full of bars, cafés, restaurants and shops. Within walking distance are Boxhagener Platz with Saturday and Sunday markets and Frankfurter Allee with its old Stalin era buildings.

Location – where is the SIM apartment located?

The apartment is located in Neue Bahnhofstrasse 27, Friedrichshain, in the east part of Berlin, D-10245 Berlin. Click above on the link “The neighbourhood” to see a detailed map.

Is there anyone working on behalf of SIM on location in Berlin?

Poul Weile who is a Danish artist is the caretaker of the SIM apartment in Berlin. Poul lives in the basement of the building, where he also has his art studio.

We ask our guests to please let Poul know when they have arrived.

Poul R. Weile
Neue Bahnhof Straße 27
DE-10245 Berlin
+49 (0) 176 9952 6542
www.prweile.dk

What happens if I need to see a doctor?

There is a doctor in the building at Neue Bahnhofstrasse, on the 2nd floor.

It is wise to bring the European healthcare card with you when travelling.

For those travelling from Iceland, this card can be applied for here: http://www.sjukra.is/heilbrigdisthjonusta/rettindi-milli-landa/evropska-sjukratryggingakortid/tryggingarskírteini.

Is it easy to get from the airport to the SIM apartment?

S-bahn no.9 goes directly from the Schönefeld airport (SXF) to the Ostkreuz train station.

The Ostkreuz train station is in 5 min. distance from the SIM apartment.

How is the neighbourhood?

Friedrichshain is a fun and artistic neighbourhood, very centrally located. The area is filled with good and affordable restaurants and bars. It takes a very short time to take the S-bahn from the apartment to the Mitte area.

What do I need to bring with me?

There are many shops in the area offering art supplies at very affordable prices.

Bed linens and towels can be rented from Poul.

Is there a working area in the apartment?

The working area is in the same space as the sleeping area.  Work conditions are good. There are two work tables and one high table with wheels, a few chairs, shelves and lamps.

It is also possible to rent a workshop place at BBK in Berlin.

Are children allowed?

It is not allowed for children under the age of 12 to stay in the SIM apartment.

Is there an elevator in the building?

No.

 • Artists need to bring their own towels and bed linen, but can also rent it from the SÍM residency caretaker.
 • Each visitor is required to leave the apartment in a clean state at the end of their stay.
 • Using toxic chemicals in the studios is forbidden, such as nitro, petrol and Benzene. Please be careful using spray cans.
 • Take care not to spill or splash onto the floor and walls. If there is a risk of this happening please make sure to cover walls and floor with plastic sheets.
 • Smoking is not allowed indoors, but you can smoke in the courtyard.
 • At the end of the stay it is important to throw away all rubbish, empty the refrigerator and remove food supplies other than dry food that next artist could use.
 • Before you leave the apartment, you must:
  • clean all the floors in the apartment (room, studio, kitchen, corridor, toilet and shower)
  • Vacuum loose carpets and rugs
  • Clean shelves, tables and window chests
  • Clean all sanitary equipment and wash up
 • Please do not leave artworks or equipment.
 • Please do not leave bottles, they can be returned to Lidl.
 • Please let the office know if the premises need to be repaired.
 • Please take care of how much energy you use. Turn off lights and use water and electricity sparsely. When departing, please set the refrigerator on one.
 • Heating is controlled by the thermometer, not by the radiators. These should always be set at the highest setting and the thermometer should be on 5 when leaving.
 • The radiator in the bathroom is an electric heater. Turn it off on departure.
 • Recycling bins are near the building and it is necessary to sort the rubbish. Household waste goes into the black bins, paper in the blue bin and organic waste in a specially marked bin. There is also a separate bin for plastic and other waste.

Rent for artists (SIM members)

€600 – for one month

Minimum stay is one month.

Guestfee:

One month is €200

Residency guests have to pay an insurance fee. The rest of the fee is payed two months before arrival. 

Please note: Money wiring fees are to be paid by the sender.

If the fee is not paid in time, the space will be offered to other applicants. If you cancel your stay three months before your planned arrival and have already paid the confirmation fee we will pay back half of it. After that there is no refund. 

Residency is not confirmed until payment is received.

Bed sheets and towels are not included, but can be rented for 20 €, please contact SIM´s supervisor in Berlin.

Bicycles can be rented from SIM´s supervisor in Berlin , 50 € for the month. Minimum rental is 25€ for two weeks.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com