top of page
Anchor 1

Við borgum myndlistarmönnum 

Listasöfn á Íslandi beita reikniaðferðum við að greiða myndlistarmönnum fyrir þátttöku í sýningum. Greiðslur þessar byggja á samningum sem upphaflega voru gerðir við Listasafn Reykjavíkur.

 

Samkvæmt þessum reglum er það mánaðarupphæð listamannalauna sem ákvarðar upphæð greiðslna en þær byggja að öðru leyti á umfangi sýninga og þáttöku listamanna í sýningum.

 

Athugið að SÍM mælist til þess að listamenn eigi einnig að fá greiddar verktakagreiðslur fyrir vinnuframlag sem þeir veita á meðan á sýningu stendur t.a.m. við uppsetningu á sýningu, listamannaspjall o.s.frv. Sjá nánar um leiðbeinandi taxta.

Flokkun sýningarstaða 

Flokkur
Lýsing
A
Sýning í meginsölum stórs safns (sbr. Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur)
B
Sýning í minni sal stórs safns eða meginsölum meðalstórs safns.
C
Sýning í meginsölum minni safna, litlum sýningarrýmum eða galleríum.
D
Sýning í litlum sölum minni safna, litlum sýningarrýmum eða galleríum.

Athugið að upphæðir þessar eru aðeins ætlaðar sem viðmið, en söfn og sýningarstaðir nota iðulega eigin aðferðir við útreikning á greiðslum til listamanna.

 

Frekari upplýsingar eða aðstoð veitir skrifstofa SÍM á sim@sim.is eða í síma 551 1346

Reiknivél

Leiðbeiningar:

  1. Sláðu inn flokk út töflunni hér til hliðar. 

  2. Veldu fjölda þátttakenda / listamanna. 

  3. Veldu hvort að sýnd verða ný eða eldri verk*

 

*Ef listamaður sýnir bæði ný og eldri verk, greiðist samkvæmt töflu um ný verk. 

Niðurstöður

Reiknivélin reiknar greiðslu vegna sýninga út frá sýningarstað sbr. flokkun sýningarstaða, fjölda þátttakenda og gerð verka, þ.e. hvort að um sýningu á nýjum eða eldri verkum er að ræða.

Upphæð miðast við greiðslu á mann.

 

Dæmi: Einkasýning listamanns í sýningarsal í flokki C með ný verk = lágmarksgreiðsla 269.000 kr.*

Hópsýning fjögurra listamanna í sama flokki með ný verk = lágmarskgreiðsla 134.500 kr á listamann.

Viðmiðunartaxtar

SÍM mælist til þess að greiðsla til myndlistarmanna fyrir störf á fagsviði þeirra séu ekki lægri en kr. 11.200 á klukkustund fyrir tilfallandi verkefni.

Upphæð þessi miðast við grunnlaun kr. 6.500 í janúar árið 2016, uppfærð miðað við hækkun launavísitölu opinberra starfsmanna í janúar 2024.

 

Ef verkefni er lengra en sem nemur þremur dögum, eða 24 tíma samfelldri vinnu má semja um afslátt frá þessari greiðslu.

Tilmæli SÍM eru að sá afsláttur sé veittur að hámarki 20% skv. eftirfarandi töflu.

Nánari skýringar

Stundir
Afsláttur
Tímakaup
4-24
0%
11200
25-40
5%
10640
41-80
10%
10080
81-120
15%
9520
121+
20%
8960
bottom of page