Raunveruleg líf – opnun laugardaginn 11. apríl

26c50433-bf20-46b2-bcf9-a582c406f597
Raunveruleg líf – opnun laugardaginn 11. apríl

Hreinn Friðfinnsson (IS), Ragnheiður Gestsdóttir & Markús Þór Andrésson (IS),
Cecilia Nygren (SWE), Lucia Simek (USA), Arild Tveito (NO)

…as though literature, theater, deceit, infidelity, hypocrisy, infelicity, parasitism, and the simulation of real life were not part of real life!*
Skaftfell kynnir RAUNVERULEGT LÍF, fyrsta sýningin í umsjón Gavin Morrison sem er nýskipaður listrænn heiðursstjórnanda miðstöðvarinnar. Sýningin fjallar um líf raunverulegs fólks, þó um nokkuð óvenjulegt fólk sé að ræða. Hér eru á ferðinni íslenskur listamaður, svissneskur skíðastökkvari, sænskur pólfari og norskur heimspekingur. Þátttakendur sýningarinnar, listafólk og kvikmyndagerðarmenn, setja fram verk um þessa ólíku einstaklinga. Verkin eru sumpart ævisöguleg en ekki ævisögur í hefðbundnum skilningi. Þau segja sögur þessa fólks út frá ákveðnum og oft einkennilegum sjónarhornum. Óvissa er tíð, stundum vegna skáldskapar eða ásetnings en líka vegna ferlisins sem fer af stað þegar einstaklingur verður að viðfangsefni. Fallvaltleiki minnis, fjarvera og/eða túlkun staðreynda og persónuleg frásögn gerir það að verkum að áhorfandi skynjar sífellt að það eru önnur sjónarhorn í boði en þau sem hér eru borin á borð. Þessi uppsöfnun brota og fallvaltleika opnar lendur frjálsar sköpunar og ímyndunarafls, svæði á mörkum mýtu og heimildamyndagerðar.

Myndbandsverk Ceciliu Nygren frá árinu 2012, My Dreams Are Still About Flying fjallar um Walter Steiner, söguhetjuna í heimildamynd Werner Herzogs The Great Ecstasy of Woodcarver Steiner (frá 1974). Steiner var skíðastökvari á heimsmælikvarða og hafði að áhugamáli útskurð í tré. Lucia Simek hefur gert röð verka í mismunandi miðla, um ill örlög leiðangurs Salomon August Andrée (1854-97) sem gerði tilraun til að fljúga loftbelg yfir norðurpólinn. Hann og félagar hans lifðu af fyrstu brotlendingu loftbelgsins á ísnum en náðu ekki til baka í bækistöðvar sínar á Svalbarða og fórust á óbyggðri eyju í eyjaklasanum. Innblásturinn að verkum Arild Tveito er áhugi hans á norska heimspekingnum Peter Zapffe (1899-1990). Zapffe var afgerandi áhrifavaldur í norskri tómhyggju og mikill fjallgöngugarpur. Mynd Ragnheiðar Gestsdóttur & Markúsar Þórs Andréssonar æ ofaní æ (2014) er skáldað verk byggt á myndlistarmanninum Hreini Friðfinnssyni. Súrrealísk stef og vísindalegur bragur einkenna myndina sem spinnur sögu í kringum tvíbura sem voru aðskildir við fæðingu. Verk Hreins Friðfinnssonar flokkast almennt séð hugmyndalist, þau eru oft gerð úr fundnum efniviði sem lítið er búið að eiga við að öðru leiti en að setja þau í óvænt samhengi.

Starfsemi Skaftfells er helguð samtímamyndlist á alþjóðavísu. Í Skaftfelli er öflug sýninga- og viðburðadagskrá, gestavinnustofa fyrir listamenn og fjölþætt fræðslustarf. Á jarðhæð er veitingastofa þar sem boðið er upp á kaffi, öl og mat, ásamt þráðlausu neti og listbókasafni. Hægt er að skoða verk eftir alþýðulistamanninn Ásgeir Emilsson (1931-1999) eftir samkomulagi. Í mars 2013 hlaut Skaftfell Eyrarrósina fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.

Raunverulegt líf er hluti af utandagskrá Sequences Real-Time Art festival og stendur til 21. júní 2015. Miðstöðin er opin daglega og aðgangur er ókeypis.

Sýningin er styrk af Seyðisfjarðarkaupstað, Sóknaráætlun Austurlands, Skrifstofu samtímalista í Noregi og Norska listaráðinu.

Mynd: stilla úr myndbandsverki Ceciliu Nygren, My Dreams Are Still About Flying, 2012.
Fleiri ljósmyndirhttps://www.dropbox.com/sh/dzxtviesq7qntj3/AAA-WF1i8g06xp6Lw5nTv0D4a?dl=0
Tengiliðir

Tinna Guðmundsdóttir, forstöðukona
skaftfell@skaftfell.is
s: 472 1632 / 695 6563

Gavin Morrison, listrænn stjórnandi 2015-2016
gavinkmorrison@yahoo.com
www.gavinkmorrison.com

 

SKAFTFELL copy

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com