Seinnitíma

Ragnheiður Þorgrímsdóttir opnar sýninguna “Seinnitímavandamál” í SÍM salnum – fimmtudaginn 4.júlí kl.16

Fimmtudaginn 4. júlí kl 16:00 opnar einkasýning Ragnheiðar Þorgrímsdóttur Seinnitímavandamál.

Náttúran fjarar út og breytist í plast. Mannveran hefur aðskilið sig frá náttúrunni. Hún blindaðist í aðgerðaleysi, heimi samskiptamiðla og neytendahyggju. Til að öðlast nálægðina aftur þarf hún að drífa sig upp á hálendi, yfir mosabeð og utan vega til þess að taka „sjálfu“, þar sem klósettpappír fýkur um í bakgrunninum.

“Heimurinn, náttúran og allt sem við elskum er að líða undir lok en samt gleymi ég taupokanum mínum heima þegar ég fer í Krónuna”.

Seinnitímavandamál er framhald af síðustu sýningu Ragnheiðar (Túristinn sem blessaði Ísland) þar sem Ragnheiður fékkst ekki einungis við massa túrisma heldur einnig við hvað mannfólkið er að gera heiminum, “Seinnitímavandamál” tekur á loftslags- og mengunarmálum í mikró mynd sem allar jarðarverur munu þurfa að glíma við á endanum.

Ragnheiður Þorgrímsdóttir (f. 1987)  lauk BA námi í myndlist frá Academia Di Belle Arti á Ítalíu árið 2015 og stundaði framhaldsnám í New York Academy of Art þar sem hún útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist árið 2017.

Helsti miðill Ragnheiðar er málverkið.

Verk Ragnheiðar hafa dökkt, dularfullt og klassískt yfirbragð en inn á milli má einnig skynja í þeim húmórískan undirtón.

Ragnheiður hefur tekið þátt í fjölda listviðburða og samsýninga í Danmörku, Ítalíu og í Ameríku.

Sýningin Seinnitímavandamál er önnur opinbera einkasýning Ragnheiðar á Íslandi.

Heimasíða listakonunnar: http://raggathor.com/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com