úlfar.mynd

Rætur – Úlfar Örn sýnir í Gallery Grásteini

Laugardaginn 2. nóvember kl. 14 opnar Úlfar Örn myndlistarsýninguna Rætur í Gallery Grásteini á Skólavörðustíg. Þar sýnir hann fígúratíf verk sem unnin eru á árinu 2019, málverk og silkiprent.

Úlfar hefur unnið við fígúratífan myndheim sinn í mörg undanfarin ár bæði teiknað og málað. Í verkum sínum fangar hann ekki aðeins aðeins anatómíuna í fígúrunum heldur leggur hann áherslu á hreyfinguna og taktinn í hreyfingunni. Möguleikar efnisheimsins hafa alltaf heillað Úlfar og hefur hann sífellt kannað hvernig hægt er að vinna myndheiminn í ný efni og nota ný áhöld. Í vor dvaldi hann á vinnustofu í Aþenu,  Kypseli Print Studio hjá myndlistarkonunni Eleanor Lines og vann þar silkiprent af verkum sínum sem hann sýnir nú.

Úlfar Örn lærði grafíska hönnun og í MHÍ í Reykjavík og myndskreytingar í Konstfack í Stokkhólmi. Hann hefur unnið við hönnun, auglýsingagerð og myndskreytingar í mörg ár en samhliða alltaf unnið að list sinni. Hann er þekktur fyrir áhugaverða nálgun sína í olíumálverkum af íslenska hestinum þar sem augað er í forgrunni og prýða verk hans bæði opinberar byggingar og mörg einkasöfn. Úlfar hefur haldið fjölmargar einkasýningar á Íslandi og tekið þátt í samsýningum erlendis.

Sýningin í Gallery Grásteini stendur í tvær vikur frá 2.-13. nóvember 2019. Þar er opið alla daga vikunnar frá kl. 10-18 nema til kl. 17 á sunnudögum. 

On Saturday the 2nd of November at 2pm Úlfar Örn is opening his art exhibition Rætur / Roots in Grásteinn Gallery on Skólavörðustígur. Úlfar Örn will be exhibiting figurative works from the year 2019, paintings and silk prints.

Úlfar Örn has been working with his figurative imagery for many years, both in drawings and paintings. In is work he not only captures the anatomy of his subjects but places emphasis on movement and the rhythm of movement. The possibilities of the material world never ceases to fascinate Úlfar Örn and therefore he is constantly experimenting with new materials and different tools. This spring he was in residency in the Kypseli Print Studio in Athens with artist Eleanor Lines and produced the silk prints of his works that he is exhibiting now.

 Úlfar Örn studied graphic design in Iceland and illustration at Konstfack in Stockholm. He has worked in advertising and as an illustrator for many years but has always worked concurrently on his art. He is known for his interesting perspective of the Icelandic horse in his oil paintings where the eye is the main subject. His paintings adorn walls both in public buildings and private collections. Úlfar Örn has held many private exhibitions in Iceland and also taken part in group exhibitions outside of Iceland.

 The exhibition will be on display until November 13th 2019.

Gallery Grásteinn is open from 10am-18pm except 10am-17pm on Sundays.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com