RLJ Prent

Rachael Lorna Johnstone heldur fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri

Þriðjudaginn 26. janúar kl. 17 heldur Rachael Lorna Johnstone fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Indigenous Art: Legal Protection and Cultural Appropriation. Þar mun hún skoða hugmyndir í kringum þekkingu frumbyggja, vandamálið við notkun á menningu þeirra og þau lagalegu tæki sem eru til staðar vegna verndunar menningu frumbyggja. Hún mun aðallega beina sjónum sínum að listrænni tjáningu frumbyggja og rýna í að hversu miklu leyti vestrænt lagaumhverfi sem tengist hugverkum (þ.e. einkaleyfi, höfundarréttur o.fl.) bjóði upp á lausnir í þessu sambandi. Fyrirlesturinn fer fram á ensku.

Rachael Lorna Johnstone er prófessor og formaður lagadeildar Háskólans á Akureyri og einnig prófessor við háskólann á Grænlandi. Sérgrein hennar er heimskautaréttur: stjórnunarhættir á heimskautasvæðunum samkvæmt alþjóðalögum og landslögum. Innan þeirrar greinar eru réttindi frumbyggja, alþjóðleg mannréttindalög, umhverfislög og skyldur og ábyrgð ríkis meðal meginatriða rannsókna hennar.

Fyrirlesturinn er sá tólfti í röð fyrirlestra sem haldnir eru á hverjum þriðjudegi í Listasafninu, Ketilhúsi í allan vetur. Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins og Myndlistafélagsins. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Árni Árnason, Anita Hirlekar, Claudia Mollzahn, Kristín Margrét Jóhannsdóttir, Klængur Gunnarsson og Freyja Reynisdóttir, Mille Guldbeck og Lisa Pacini og Christine Istad.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com