Prentvinir2

Prent & Vinir í Harbinger

Miðvikudaginn næstkomandi opnar sýning Leifs Ýmis Eyjólfsdóttir og Sigurðar Atla Sigurðssonar í Harbinger. Þeir Leifur og Sigurður sem að starfa saman undir nafninu Prent & Vinir hafa sett upp prentverkstæði í rýminu og verða að störfum þar allt fram að jólum, auk þess sem að leynigestir verða fengnir til að prenta verk dagsins á meðan á sýningartímabilinu stendur.

Sýningin er sölusýning og leikur sér að markaðsfræðum myndlistarinnar með því að opna ferlið og gefa viðskiptavininum færi á að stýra verðinu og verkinu upp að vissu marki. Fyrirmyndin er einskonar ‘Alimentation Generale’ sem að selur hvað sem helst og reynir að mæta þörfum viðskiptavinarins eftir bestu getu.

Hægt verður að panta sér verk eftir stærðum, mældum í tommum, 10”, 12”, eða 16” t.d. og einnig ma velja stíl, fjölda lita og fjölda mótífa og hafa þannig áhrif á bæði verk og verð. Öll eru verkin afhent innrömmuð.

Sýningin er einnig innsetning, og leika listamennirnir sér að fagurfræði verkstæðisins í bland við hornbúðina, rýmið er hlaðið af hinum ýmsu leikmunum og mörkin á milli raunveruleika og leikgerðar, einlægni og gríns eru óljós. Verkstæðið verður leiksvið og prentvinnslan verður gjörningur.

Samtímis opnar jafnframt bókarýmið Bækur á bakvið í bakrými Harbinger. Þar verða íslensk og erlend bókverk og sjaldséð rit frá sjálfstæðum útgefendum til sölu.

Opið verður mán-fös frá 16-20 og frá 14-18 um helgar allt fram að jólum.
Harbinger er staðsett að Freyjugötu 1, 101 RVK.

Sýningin Prent & Vinir er styrkt af Myndlistarsjóði.
Starfsemi Bóka á bakvið er styrkt af Reykjavíkurborg.
Fyrir frekari upplýsingar hafið samband við:
Sigurð Atla (788-0575) eða Leif Ými (847-9299), vegna Prents & VIna.
Höllu Kristínu (697-3578) vegna Bóka á bakvið.
Einnig má hafa samband við Steinunni (Harbinger) í 6180440,

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com