SÍM Hólmaslóð Banner

Póst-kóf — Opnar vinnustofur / Open studios Hólmaslóð 4, laugardaginn 6. júní

Póst-kóf — Opnar vinnustofur / Open studios Hólmaslóð 4  laugardaginn 6. Júní frá 2 til 5 e.h.

Nú þegar kófinu er tekið að linna og menn geta farið að koma saman á ný (með gát) langar okkur myndlistarmenn sem störfum í húsnæði SÍM á Hólmaslóð 4 að létta fólki tilveruna og bjóða fólki í heimsókn.

Laugardaginn 6. júní næstkomandi bjóðum við vinum okkar og almenningi að líta inn til okkar og sjá hversu miklu við höfum áorkað í inniverunni í vor. Alls taka 18 listamenn þátt að þessu sinni, með fullt af nýjum verkum og áhugaverðum hlutum.

Samræðurnar á opnum vinnustofum eru heldur aldrei af verri endanum. Hér og þar í rýminu verður boðið upp á léttar veitingar. Verið velkomin!

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com