Momentium

Pop-up kaffihús, draugalegar ritsmiðjur, tónleikar og skemmtidagskrá Kunstschlager í Listasafni Reykjavíkur á Menningarnótt

           
Nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur

Menningarnótt 2015 

Laugardag 22. ágúst kl. 10-23

Listasafn Reykjavíkur býður borgarbúum upp á fjölbreytta dagskrá í Hafnarhúsi og á Kjarvalsstöðum á Menningarnótt, laugardaginn 22. ágúst. Ókeypis er á alla viðburði og sýningar í safninu og allir eru velkomnir. Nú eru alls níu sýningar í gangi í Listasafni Reykjavíkur.

Pop-up kaffihús í porti Hafnarhússins
Á Menningarnótt verður porti Hafnarhússins breytt í spennandi og öðruvísi kaffihús með girnilegum veitingum frá Kaffitár og Flórunni, enn fremur verður boðið uppá lifandi tónlist fram á kvöld.  Í Hafnarhúsi standa yfir fjölbreyttar sýningar á verkum Magnúsar Sigurðarsonar, Kathyar Clark, Errós og Richards Serra.

Boðið verður upp á leiðsögn um sýningu Serra kl. 14 og gengið verður um verk listamannsins Áfanga í Viðey kl. 15.30.

Kunstschlager stendur fyrir uppákomum frá kl. 17, en hópurinn tók við D-sal Hafnarhússins í sumar og hefur staðið fyrir fjölbreyttri dagskrá á safninu síðustu mánuði.

Opið er í Hafnarhúsi frá kl. 10-23.

Börnin í fyrirrúmi á Kjarvalsstöðum
Á Kjarvalsstöðum verður boðið upp á dagskrá fyrir börn á öllum aldri. Tónagull heldur tónleika fyrir 1-3 ára börn kl 15-16 þar sem sungnar verða þekktar perlur og barnagælur sem lengi hafa lifað með þjóðinni. Einnig verður boðið upp á draugasögusmiðju fyrir börn kl. 16 á öllum aldri í Hugmyndasmiðjunni.

Á Kjarvalsstöðum standa yfir viðamiklar sýningar á verkum Kjarvals, Júlíönnu Sveinsdóttur og Ruth Smith.

Opið er á Kjarvalsstöðum frá kl. 10-20.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com