Polsk.listaatid

Pólsk lista- og menningarhátíð í Sláturhúsinu

Pólska lista-og menningarhátíðin Vor / Wiosna opnar í MMF / Sláturhúsi þann föstudaginn 21.ágúst.

Dagana 18- 28. ágúst yfirtaka pólskir listamenn Sláturhúsið, hátíðin átti upphaflega að fara fram í vor en sökum Covid 19 var ákveðið að fresta henni þar til nú. Nafnið fékk þó að halda sér þar sem að okkur þótti orðið «vor» lýsandi fyrir hugmyndafræðina á bakvið hátíðina.

Á hátíðinni koma eingöngu fram eða verða sýnd verk eftir pólskt listafólk sem búsett er á Íslandi. Þeir myndlistamenn sem sýna eru: Agnieszka Sosnowska, Hubert Gromny, Anna Pawlowska, Lukas Bury, Grzegorz Łoznikow, Anna Story, Magdalena Lukasiak, Staś Zawada og Wiola Ujazdowska sem jafnframt er sýningarstjóri.

Mynd eftir Lukas Bury
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com