20431599 655547117985379 5941675288634466325 N

Plan-B Art Festival,alþjóðleg listahátíð Borgarnesi 11. –13. ágúst.

Plan-B Art Festival er alþjóðleg listahátíð sem fer fram í annað sinn í Borgarnesi helgina 11. –13. ágúst.
Sýningarýmin eru óhefðbundin og í anda hátíðarinnar, sem er bæði tilraunakennd og óslípuð. Sýnd verður list í gúanói gamla sláturhússins í Brákarey, á sögulofti Landnámsseturs Íslands og í Grímshúsinu í Brákarey, sem hýsti á árum áður útgerðarfélagið Grím. Þá verður gjörningakvöld í Studio Mjólk í Einarsnesi, sem er til húsa í gömlu fjósi, á laugardagskvöldið.
18 listamenn frá sjö löndum sýna á Plan-B Art Festival í ár, og nýtir nú hluti þeirra félagsheimilið Valfell sem vinnuaðstöðu þar sem þau undirbúa sig fyrir hátíðina og kynnast Borgarnesi.
Opnunarhátíð Plan-B fer fram í Grímshúsinu í Brákarey föstudaginn 11. ágúst kl. 18.00. Sýningarrýmin í gúanóinu og á sögulofti Landnámsseturs Íslands opna kl. 19.00.
Á laugardaginn, þann 12. ágúst, verður gjörningakvöld í Studio Mjólk í Einarsnesi kl. 20.00 þar sem listamenn hátíðarinnar leiða okkur um töfrandi hugmyndaheim sinn. Eftir viðburðinn verða tónleikar og lokahátíð í Valfelli.
Skipuleggjendur hátíðarinnar eru Sigríður Þóra Óðinsdóttir, Inga Björk Bjarnadóttir og Logi Bjarnason.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hátíðarinnar www.planbartfestival.is
Facebook:
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com