13937784 503478136525612 4713636783970698665 O

PLAN-B art festival

Listahátíðin PLAN-B art festival verður haldin í fyrsta sinn í Borgarnesi helgina 12. –14. ágúst.

Um tuttugu listamenn frá allt að sex mismunandi þjóðernum munu taka þátt í að sýna á Plan-B listahátíðinni,

listamenn eru fjölbreyttir og verða verk úr öllum miðlum nútíma myndlistar. Mörg helstu kennileiti bæjarins

verða nýtt sem sýningarrými á meðan á hátíðinni stendur og verður hægt að sjá m.a. vídeóverk og gjörninga

inni í rýmum sem flest hafa þjónað verslunarmönnum á síðustu öld og íbúar eiga að þekkja í annari notkun.

 

Þetta eru:

-Gamla mjólkursamlagið, teiknað af Guðjóni Samúelssyni.

-Pakkhúsið í Englendingavík.

-Pakkhúsið sem hýsir Landnámssetur Íslands.

-Studio Mjólk, gamalt fjós sem gert hefur verið að stúdíói. (Einungis Laugardagur)

Skipuleggjendur hátíðarinnar hafa öll tengingu við Borgarnes og Borgafjörð, þau Sigríður Þóra Óðinsdóttir,

myndlistarmaður, Logi Bjarnason, myndlistarmaður, Hilmar Guðjónsson, myndlistamaður, Sigursteinn

Sigurðsson, arkitekt og Inga Björk Bjarnadóttir, meistaranemi í listfræði.

Fjöldi umsókna bárust frá innlendum og erlendum listamönnum um þátttöku í hátíðinni. Meðfylgjandi í

viðhengi, og neðst í póstinum, er listi yfir þá listamenn sem taka þátt á PLAN-B. Í ljósi nýafstaðinnar herferðar

VIÐ BORGUM MYNDLISTARMÖNNUM getur PLAN-B sagt stolt frá því að allir listamenn fá greitt fyrir

vinnu sína. Listamenn sem voru valdir höfðu einnig möguleika á að nýta sér mánaðar aðgang að lista aðsetri í

Velfelli – Félagsheimili sem þónokkrir nýttu sér.

 

Samantekt:

-Nútíma listahátíð í Borganesi

-Frír aðgangur

-PLAN-B art festival dagana 12. –14. ágúst.

-Bæði innlendir og erlendir listamenn sýna.

-Gjörningalist, innsetningar, málverk, ljósmyndir, prentverk, hljóðinnsetningar og margt fleira.

-Opnunarpartí verður í Englendingavík á föstudeginum.

-Svo kallað viðburðarkvöld verður á laugardagskvöldinu í Studio Mjólk, Einarsnesi.

gömlu hesthúsi, þar sem sýndar verða innsetningar, vídeóverk og gjörningar.

-Wrap up party verður haldið í Valfelli á laugardagskvöld eftir að dagskrá lýkur.

-Skipuleggjendur eru heimamenn sem öll starfa í skapandi greinum

og vilja skapa vettvang fyrir samtímalist utan höfuðborgarsvæðisins.

– Allir listamenn fá greitt fyrir aðkomu sína að hátíðinni.

– Hátíðin bauð upp á möguleika fyrir listamen að nýta sér aðgang að listasetri mánuð fyrir hátíð.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com