Fb Event Cover Plakath 2

plakATH! | Opnun sýningar

plakATH! | Opnun sýningar
Fimmtudagur 27. febrúar kl. 17:00
Borgarbókasafnið | Menningarhús Kringlunni

Verið velkomin á opnun sýningar Natka Klimowicz! Á sýningunni má sjá veggspjöld eftir Natka Klimowicz, sem hún hefur unnið á síðastliðnum árum og tengjast gjarnan ýmsum viðburðum í menningarlífi borgarinnar. Wazy Lizard mun flytja lifandi tónlist við opnunina. Léttar veitingar og allir velkomnir.

Natka Klimowicz er teiknari og veggspjaldahönnuður. Hún útskrifaðist frá Listaháskólanum í Poznań í Póllandi með gráðu í grafískri hönnun og prenti. Hún býr nú og starfar í Reykjavík, þar sem hún hefur hannað veggspjöld fyrir Andrými – Róttækt félagsrými, Róttæka sumarháskólann, útgáfufyrirtækið post-dreifing auk fleiri félaga og tónlistarfólks. Nánari upplýsingar um Natka og verk hennar er að finna á Kosmonatka

Wazy Lizard er afslöppuð galdraskepna sem magnar upp rokgjarna tóngaldra til að búa til síbreytilegan en mótsagnalausan hljóðheim. Höfugur gítar, klarínettniður, tvísöngur og önnur hljóð fléttast saman til að búa til friðsælt umhverfi sem leyfir huganum að reika inn á við.

Viðburðurinn á Facebook

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com