Norn Petr

Petr Kopl | Myndasögur og myndskreytingar

Borgarbókasafnið | Menningarhús Gerðubergi
21. janúar – 4. mars 2018
Sýningaropnun sunnudaginn 21. janúar kl. 14

Á sýningunni í Gerðubergi má sjá úrval myndasagna og myndskreytinga eftir Petr Kopl (f. 1976) en hann er einn þekktasti myndasöguhöfundur Tékka. Hann er afkastamikill teiknari en starfar auk þess við grafíska hönnun, blaðamennsku, handritaskrif og leiklist.

Petr Kopl hefur hlotið fjölda verðlauna á ferli sínum fyrir útgáfur sínar á myndasögum eftir þekktum bókmenntaverkum. Þar má nefna Skytturnar þrjár, Baskerville-hundinn, Drakúla greifa, Artúr konung og sögur af einkaspæjaranum Sherlock Holmes.

Kopl hefur jafnframt myndskreytt fjölda barnabóka, þ.á m. bókaflokkinn The Magical Atlas of Journeys Through Time eftir rithöfundinn Veroniku Válková en þess má geta að hún sótti Ísland heim á síðasta ári og las úr verkum sínum fyrir gesti Borgarbókasafnsins.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Petr Kopl: http://www.petrkopl.cz/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com