SIM Logo

Paris 2020 – Frábært tækifæri fyrir félagsmenn SÍM

Félagsmenn SÍM geta nú sótt um gestaíbúð / vinnustofu í alþjóðlegu listamannamiðstöðunni Cité des Arts, sem staðsett er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. (Kjarvalsstofa, sem er í umsjá Reykjavikurborgar er í sömu listamiðstöð).  SÍM er í samstarfi við Verein der Düsseldorfer Künstler og getur þess vegna boðið félagsmönnum þetta tækifæri. Hægt er að leigja aðgang að ýmsum öðrum rýmum í listamannamiðstöðinni, til að mynda leirbrennsluofn ofl. 

Dvalartímabilið er september og október 2020, gestaíbúðin heitir “Max Beckman”

Dvalargjald fyrir einn í tvo mánuði í París er samtals 1.158 EUR, aukagjald er fyrir gesti.  Umsóknarfrestur er til 3. febrúar 2020

Umsóknir

Til að sækja um dvöl í París þarf að senda inn umsókn á netfangið: application@sim.is

Fylgigögn:

  • Stutt lýsing á verkefni (max 400 orð) á ensku
  • Ferilskrá
  • Myndir (jpg) af 3-5 verkum
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com