SIM Logo

Pari Stave verður með möppuviðtöl í húsakynnum SÍM í júní

Pari Stave, listfræðingur hjá Metropolitan Museum í New York, er væntanleg í aðra heimsókn.

Hún verður með möppuviðtöl (portfolio review) í húsakynnum SÍM dagana 18. og 19. júní 2020.

Aðeins verður boðið upp á viðtöl í eigin persónu, sem sagt, viðmælendur verða að geta mætt í Hafnarstræti 16 til að eiga kost á að fá úthlutuðum viðtalstíma.

Áhugasamir eru beðnir um að senda inn umsóknir, ásamt fylgigögnum, um viðtalstíma á netfangið sim@sim.is þar sem fram kemur eftirfarandi:

  • Hvorn daginn umsækjandi vill koma
  • Hvort viltu tíma fyrir eða eftir hádegi

Fylgigögn sem þurfa að fylgja eru ferilmappa (portfolio) þar sem koma fram helstu upplýsingar um feril og mynddæmi af þeirri myndlist sem umsækjandi hefur verið að vinna að. Öll gögn verða að vera á ensku

Athugið að vegna þess að Pari getur aðeins verið hér þessa tvo daga kemst aðeins takmarkaður fjöldi fyrir.

Umsóknarfrestur til að sækja um rennur úr á miðnætti 9.júní 2020

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com