SIM Logo

Pari Stave býður félagsmönnum SÍM á Norðurlandi í möppuviðtöl

Miðvikudaginn 1.júlí 2020 mun Pari Stave, listfræðingur hjá Metropolitan Museum í New York, bjóða félagsmönnum SÍM á Norðurlandi í möppuviðtöl í Listasafni Akureyrar.

Aðeins verður hægt að bjóða upp á viðtöl í eigin persónu, sem sagt viðmælendur verða að geta mætt á staðinn til að eiga kost á viðtali.

Pari hefur aðeins mjög stuttan tíma og því komast aðeins 7 einstaklingar að í þetta sinn.

Viðtölin fara fram eins og fyrr segir, í Listasafni Akureyrar milli kl.10 – 14.

Umsóknar frestur er til miðnættis sunnudagsins 28.júní og þarf að skila inn skriflegri umsókn ásamt fylgigögnum á netfangið sim@sim.is fyrir þann tíma.

Fylgigögn eru: Ferilmappa, þar sem koma fram helstu upplýsingar um feril myndlistarmannsins, og mynddæmi af þeirri myndlist sem umsækjandi hefur verið að vinna að (2-3 myndir). Best er að fá öll gögnin saman í einu skjali (pdf) og gögnin verða að vera á ensku.

Pari hefur boðið félagsmönnum í möppuviðtöl tvisvar hér í húskynnum SÍM og hafa tekist einstaklega vel. Það er því afar ánægjulegt að geta boðið upp á slíkan viðburð fyrir félagsmenn okkar á Norðurlandi.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com