510132df Fe6a 4cb6 B3e0 63f47ba9bb31

Panik: Samræður sýningarstjóra og listamanns

Ólöf Kristín Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur og sýningarstjóri sýningarinnar Panik, ræðir við myndlistarmanninn Ilmi Stefánsdóttur, um sýninguna og feril Ilmar, fimmtudaginn 20. apríl kl. 20.00 í Hafnarhúsinu.

Ilmur hefur gjarnan tengt saman gjörninga og hluti eða farartæki sem hún smíðar og notar sjálf eða býður sýningargestum að taka þátt og prófa. Á þessari sýningu eru tækin og tólin nálæg í gegnum myndbandsverk sem virðast samtvinnuð burðarvirki sýningarsalarins; í loftræstikerfinu, inni í súlunum og á salthaugum víða um salinn. Hún umbreytir rýminu sem getur staðið fyrir listheiminn eða önnur kerfi samfélagsins og býður áhorfendum að samsama sig þrotlausri fyrirhöfn konunnar.

Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com