Ae4611aa 89b3 4a13 B445 Ee494d2a27cf

Páll haukur og Auður Ómarsdóttir opna sýningar í Kling & Bang 01.09.

(ENGLSIH BELOW)

Verið hjartanlega velkomin á opnun tveggja einkasýninga á laugardaginn kl. 17

Auður Ómarsdóttir
Stöngin–Inn /
Inn off the post

páll haukur
dauði hlutarins /
death of an object

páll haukur
dauði hlutarins
1.9.2018 – 7.10.2018
Á sýningunni dauði hlutarins steypir Páll Haukur saman naumhyggjulegum skúlptúrum við maximalíska umhverfishönnun þar sem hið lögbundna mætir hinu óstjórnlega með ófyrirséðum fagurfræðilegum afleiðingum.

Páll Haukur Björnsson nam við Listaháskóla Íslands og the California Instistute of the Arts, en þaðan útskrifaðist hann með MFA árið 2013. Hann hefur sýnt teikningar sínar, höggmyndir, gjörninga og innsetningar á Íslandi, í Bandaríkjunum og Evrópu síðan 2008 og er núverandi á mála hjá galleríinu BERG Contemporary. Hann býr og starfar í Reykjavík.

Auður Ómarsdóttir
Stöngin–Inn
1.9.2018 – 7.10.2018

Þú tekur ákvörðun, skýtur og til verður röð afleiðinga sem gera þig annað hvort að hetju eða skúrk. Stöngin inn eða stöngin út. Að stjórna örlögum eða að vera heppinn. Er heppni eiginlega raunveruleg? Eru örlög raunveruleg? Eru þessu hugtök mannleg leið til þess að skreyta lífið og hafa sögur að segja til næsta bæjar?

Í verkum Auðar á sýningunni Stöngin–inn má sjá vísanir í íþróttamenningu, tákn úr listasögunni, popptónlist í bland við persónulegar upplifanir.

Auður Ómarsdóttir (f.1988) vinnur myndlist sína í blönduðum miðlum en einna helst í málverki, skúlptúr, ljósmyndun og teikningu. Líkamleiki og eftirtektarsemi spila stóra rullu í sköpunarferli Auðar. Innblásturinn kemur jafnan frá persónulegum atburðum eða þáttum í nærumhverfi hennar, sem hún dulbýr í myndrænu tungumáli sínum. Verk Auðar rannsaka hversdagslegar skynjanir á umhverfinu sem og innra tilfinningalífi sínu. Með því að einfalda þessar skynjanir og að kóða frummyndirnar í abstrakt form eða tilraunakennt raunsæi, virka sjálfsævisögulegar frásagnir sammannlegar. Eftir útskrift úr Listaháskóla Íslands vorið 2013 hefur Auður verið virk í sýningarhaldi bæði hérlendis og erlendis, en hún hefur sýnt verk sín í Evrópu og Norður Ameríku.

////////////////////////////////////////

Welcome to the opening of two solo exhibitions this Saturday at 5pm

páll haukur
death of an object
1.9.2018 – 7.10.2018

death of an object plays with boundaries and definitions as a practice where the artistic self is as much a suspect in the interrogative process as is its products. Resulting in a versatile but distinct body of work, Páll Haukur’s process ranges from the minimal to the maximal, the deterministic to the arbitrary, often mixing the two together with unforeseen consequences.

Páll Haukur Björnsson studied at the Icelandic Academy of the Arts and the California Institute of the Arts where he graduated with a MFA in 2013. With a focus on drawing, sculpture and performance, his installations have been shown in Iceland, Europe and the US since 2008. He lives and works in Reykjavík.

Auður Ómarsdóttir
Inn of the post
1.9.2018 – 7.10.2018

You make a decision, shoot and start a domino effect of consequences that make you either a hero or a villain. In off the post or out off the post. To control destiny or to be lucky. Is luck even real? Is destiny real? Are these concepts the human way to decorate life and give reasons to tell stories. In the exhibition In off the post the works shown reference sport culture, art history, pop music and personal experiences.

Auður Ómarsdóttir (b.1988) is a multidisciplinary artist working most commonly in painting, sculpture, photography and drawing. Physicality and observance play a large role in her narrative and inspiration often begins with personal events or elements in her close environment, which she disguises in her visual language. Her works examine the ordinary perceptions of her surroundings as her inner emotional life. With simplifying the inspirations and coding them into abstract forms or wannabe realism, Auður feels as if the autobiographical lyrics and marks get depersonalised or even universal when clashed with these abstractions. After graduating from the Icelandic Art Academy in 2013 Auður has continually exhibited her work in Iceland, Europe and North America.

///

Kling & Bang

Marshallhúsið
Grandagarður 20

101 Reykjavik

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com