AronKale 1268×845@2x

Óskað eftir tilnefningum til listamanns List án landamæra 2019

Verk eftir listamann hátíðarinnar munu prýða allt markaðsefni hátíðarinnar árið 2019 og lögð verður sérstök áhersla á verk listamannsins yfir árið.

Tilnefningar og ábendingar sendist í tölvupósti á listanlandamaera@gmail.com í síðasta lagi föstudaginn 22. febrúar 2019.

Með tilnefningu skulu fylgja eftirfarandi gögn:

  • A.m.k. fimm góðar myndir af verkum eftir listamanninn
  • Ferilskrá sem rekur fyrri sýningar / verkefni og listræn störf
  • Nafn, símanúmer og netfang hjá listamanni og þeim sem tilnefnir

Athugið að tilnefna má listamenn úr öllum listgreinum, hvort heldur sem er myndlist, ritlist, leiklist, dans, hönnun o.s.frv. Allir geta tilnefnt listamann.

List án landamæra er listahátíð sem leggur áherslu á menningarlegt jafnrétti og að auka sýnileika fatlaðra listamanna í samfélaginu.

Listamaður List án landamæra 2018 var Aron Kale. Verk eftir hann prýddu markaðsefni hátíðarinnar, hann hélt einkasýningar, tók þátt í samsýningum víða um land og var áberandi í fjölmiðlum.

Nánari upplýsingar má finna á http://www.listin.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com