Örn Þorsteinsson

Örn Þorsteinsson opnar sýningu á Skriðuklaustri

FERÐAMYNDIR – TRAVEL PIECES

Örn Þorsteinsson, myndhöggvari og málari, opnar sýningu á nýjum verkum í gallerí Klaustri að Skriðuklaustri föstudaginn 16. ágúst. Sýninguna nefnir hann Ferðamyndir – Travel Pieces.

Á henni sýnir Örn litla skúlptúra steypta í brons, póleraða og patíneraða, ásamt frummyndum úr plastefnum og grænlenskum kljásteini auk nokkurra stærri verka.

Örn Þorsteinsson útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1971 og stundaði einnig nám í Stokkhólmi. Hann hefur unnið að listsköpun sinni í tæp 50 ár og er m.a. þekktur fyrir formfagra skúlptúra sem sækja í klassíska höggmyndahefð 20. aldar. Verk Arnar hafa verið sýnd víða um heim en þetta er fyrsta einkasýning hans á Austurlandi.

Sýningin á Skriðuklaustri stendur til 31. ágúst og er opin alla daga kl. 10-18.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com