49895343 1485278104939068 5743439656456814592 N

Örn Ingi Gíslason – síðasta sýningarhelgi

Síðasta sýningarhelgi sýningarinnar Örn Ingi Gíslason: Lífið er LEIK-fimi fer fram nú um helgina 26. – 27. janúar á Listasafninu á Akureyri. Dagskráin samanstendur af annars vegar kynningu bókar um listamanninn auk málþings og hins vegar innblæstri til barna með leiklist og tónlist sem þau flytja sjálf.

Listin er mikilvægur þáttur í okkar samfélagi, listamaðurinn kennir okkur að horfa vítt, spyrna gegn fordómum og virða fyrir okkur mismunandi sjónarhorn. Dagskráin er eftirfarandi:

Dagskrá síðustu sýningarhelgi í Listasafninu á Akureyri

Örn Ingi Gíslason Lífið er LEIK-fimi

Föstudagurinn 25. janúar 2019 í Listasafninu á Akureyri kl. 16:35 til 17:00

Yngri nemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar og Tónlistarskóla Akureyrar hittast á Lífinu er LEIKfimi ásamt kennara sínum Petreu Óskarsdóttur flautuleikara og spinna út frá verkum Arnar Inga. Þeir munu ganga um sali sýningarinnar og tengja við þær myndir sem hugurinn nær til!

Spennandi áskorun fyrir unga hljóðfæraleikara. Oft er talað um mynd og hljóð en sjaldnar í þessu samhengi J

Laugardagurinn 26. janúar í Listasafninu á Akureyri kl. 15:00 til 16:30

Kynning á bók og málþing, Örn Ingi Gíslason Lífið er LEIK-fimi

Sýningin Örn Ingi Gíslason: Lífið er LEIK-fimi hefur verið skipulagður gjörningur síðasliðna þrjá mánuði umþað hvernig bók verður til um listamanninn. Nú hefur dagurinn runnið upp!

Fræðistarfið sem hófst 3. nóvember 2018 á því að taka myndverkin upp úr kössum, skrásetja þau og efnistök, hlusta á frásagnir samferðamanna, skoða og setja í samhengi, ljósmynda og endurskoða, hefur nú myndað nýja sprota. Einn þeirra er bókinÖrn Ingi Gíslason: Lífið er LEIK-fimi og býður hún gestum að líta til sín á sýningartjaldið, óþreyjufull að komast á blað – á blað sögunnar.

Þeir sem taka þátt í málþinginu um „listamanninn og samfélagið“ eru:

Hlynur Hallson, forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri flytur opnunarávarp

Halldóra Arnardóttir, listfræðingur og sýningarstjóri: Örn Ingi Gíslason: Lífið er LEIK-fimi

Jón Proppé, listfræðingur: Samhengi

Guðmundur Ármann Guðjónsson, myndlistarmaður: Menntun/sjálfsmenntun

Marta Nordal, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar: Er fagmennska í listum mikilvæg?

Rúrí, myndlistarmaður: Dauðans alvara – í léttum dúr

Aðgangur er ókeypis og málþingið öllum opið. Gestum og öðrum áhugasömum er boðið að skrá sig á tabula gratulatoria og panta bókverkið sem kemur út á vordögum.

Sunnudagurinn 27. janúar í Listasafninu á Akureyri kl. 14:00 til 16:30

Lífið er LEIKfimi; Börn – Leikhús – Tónlist

Kl. 14:00. Nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri og Tónlistarskóla Eyjafjarðar gefa tóninn á þessum síðasta degi sýningarinnar, tengja hann sölum safnins og verkum Arnar Inga!

Kl. 14:50 Lífið er LEIKfimi, eftirspil fyrir flautu. Sérsamið 17. janúar af Oliver Kentish sem samdi stefið „Lífið er LEIKfimi“ í fyrsta gjörningi sýningarinnar 3. nóvember. Petrea Óskarsdóttir flautleikari leikur á flautuna.

Kl. 15:00 Lokaávarp Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar.

15:15 – 16:00 Börn úr leiklistarskólanum á Akureyri leiklesa úr nokkrum handritum Arnar Inga sem hann samdi fyrir börn.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com