LárusBára Eftir HVíkings

Opnun sýningarinnar MEÐ AÐFERÐUM GÖMLU MEISTARANNA í Gallerí Gróttu, Eiðistorgi

fimmtudaginn 24. september kl. 17.00

Hjartanlega velkomin(n) á opnun sýningarinnar „MEÐ AÐFERÐ GÖMLU MEISTARANNA“ fimmtudaginn 24. september kl. 17.00

Abba, Aðalbjörg Þórðardóttir • Alla Plugari • Anna Henriksdóttir • Árni Svavarsson • Bjarnveig Björnsdóttir • Bragi Einarsson • Halldór Víkingsson

• Jóna Guðrún Ólafsdóttir • Maja Loebell • Marteinn Steinar Jónsson • Ruth Jensdóttir • Unnur Skúladóttir

Sýnendur eru ofangreindir tólf félagar í Úmbruhópnum, sem eiga það sameiginlegt að hafa stundað nám í olíumálunartækni gömlu meistaranna hjá Stephen Lárus Stephen í Myndlistarskóla Kópavogs í gegnum tíðina. Fyrir um tveimur árum var hafist handa við að ná saman þessum hópi með samstarf og sýningarhald fyrir augum. Fljótlega kom í ljós að margir hefðu áhuga á að taka þátt og var þá farið að undirbúa sýningu. Anna Henriksdóttir, Maja Loebell og Halldór Víkingsson hafa haft veg og vanda af uppsetningu þessarar fyrstu samsýningar Úmbruhópsins í Gallerí Gróttu. Þessir tólf félagar sem nú sýna eru hluti stærri hóps sem mun kappkosta að halda fleiri sýningar í framtíðinni.

Dóttir, eftir Önnu Henriksdóttur

Tækni gömlu meistaranna veitti þeim nákvæma stjórn og yfirvegun í vinnu sinni. En með tilkomu impressjónismans og seinni listastefna með fljótvirkari vinnubrögðum fór þessi tækni úr tísku og féll í gleymsku. Upp úr síðustu aldamótum fór aftur að vakna áhugi á þessum gömlu aðferðum. Brúni jarðliturinn úmbra er grunnur í hinni gömlu tækni og gefur málverkunum heildstæðan svip þar sem honum er blandað í alla aðra liti. Málverkið er vandlega planað fyrirfram. Einkennandi fyrir þessa málun eru þrír meginþættir: dökkir tónar, miðtónar og hátónar. Sérstök vinnubrögð eru fyrir hvern verkþátt um sig. Þetta er tímafrekt og krefst mikils undirbúnings og skipulagningar svo ekkert fari úrskeiðis. Það er því lítið svigrúm fyrir skyndilegar hugdettur eftir að verkið er hafið.

Á sýningunni eru einnig vatnslitaverk sem unnin eru með svipaðri tækni, þar er einnig jarðlitum blandað í alla liti. Myndverkin í Gallerí Gróttu eru fjölbreytt, svo sem landslagsverk, portrettmyndir, uppstillingar, endurgerðir frægra verka, módelmyndir, náttúrulífsmyndir, helgimyndir og fleira.

Stephen, eftir Maju Loebell

Velkomin(n) á sýninguna „MEÐ AÐFERÐ GÖMLU MEISTARANNA“ í Gallerí Gróttu, sýningarsal á Bókasafni Seltjarnarness 2. hæð á Eiðistorgi.

ATH! Að gefnu tilefni minnum við á að allar sóttvarnareglur eru í heiðri hafðar samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis. Handspritt er við alla innganga, gestir eru hvattir til að virða nándarregluna eins og kostur er og ekki er boðið upp á veitingar.

Lárus og Bára, eftir Halldór Víkingsson
Muggi, eftir Halldór Víkingsson
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com